Sterkari saman Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2022 15:31 Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra. Eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar hverju sinni er að standa við bakið á og efla lærdómssamfélag hvers sveitarfélags fyrir sig sem skólarnir, nemendur, starfsfólk og íbúar mynda. Fjórða iðnbyltingin er nú í veldisvexti og á sama tíma er ofarlega á baugi mikilvægi þess að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar sem í raun og veru enginn veit hvers eðlis verða. Því er mikilvægt að skólarnir séu vel búnir þegar kemur að tækni. Eitt tæki per nemanda í unglingadeild ætti að vera markmið næstu ára. Með aukinni áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun, stafræna borgaravitund og notkun á tólum tæknarinnar í sveitarfélaginu öllu. Skólarnir þurfa frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skólastarfi, til eflingar á innra starfi. Þar sem vinnuaðstaða og umhverfi nemenda og starfsfólks er til fyrirmyndar. Til þess þurfum við að skoða vandlega með öllum þeim aðilum sem skólasamfélagið mynda, hver þörfin er og hvernig við getum mætt henni. Í þessu samhengi er mikilvægt að hlusta á raddir nemenda því hver veit betur en þjónustuþegarnir sjálfir í hvers konar umhverfi, aðstæðum og með hvað hætti þeim hentar best að sinna námi sínu. Samfylkingin og Viðreisn stefna ekki að lokunum skóla í uppsveitum heldur vilja ýta undir uppbyggingu og fólksfjölgun á þeim svæðum. Þörf er fyrir frekari fjölgun lóða í þéttbýliskjörnum og raunar er nú þegar hafin skipulagsvinna að stóru hverfi við Reykholt. Verið er að klára gatnagerð á Varmalandi og á Hvanneyri á svæði sem búið er að skipuleggja. Þá er einnig unnið að því að finna fleiri ákjósanlegar lóðir, fyrir fjölgun íbúa og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það blasir því við að tækifærin til uppbyggingar í Borgarbyggð eru mörg en til þess að laða fólk að þarf öll grunnþjónusta að vera til staðar. Það er markmið Samfylkingar og Viðreisnar á næsta kjörtímabili að efla menntastefnu Borgarbyggðar og koma skólum sveitarfélagsins í fremstu röð. Það er mikilvægt að gera með uppbyggingu innviða og fagþekkingar skólasamfélagsins. Þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi þar sem raddir allra fá áheyrn. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra. Eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar hverju sinni er að standa við bakið á og efla lærdómssamfélag hvers sveitarfélags fyrir sig sem skólarnir, nemendur, starfsfólk og íbúar mynda. Fjórða iðnbyltingin er nú í veldisvexti og á sama tíma er ofarlega á baugi mikilvægi þess að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar sem í raun og veru enginn veit hvers eðlis verða. Því er mikilvægt að skólarnir séu vel búnir þegar kemur að tækni. Eitt tæki per nemanda í unglingadeild ætti að vera markmið næstu ára. Með aukinni áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun, stafræna borgaravitund og notkun á tólum tæknarinnar í sveitarfélaginu öllu. Skólarnir þurfa frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skólastarfi, til eflingar á innra starfi. Þar sem vinnuaðstaða og umhverfi nemenda og starfsfólks er til fyrirmyndar. Til þess þurfum við að skoða vandlega með öllum þeim aðilum sem skólasamfélagið mynda, hver þörfin er og hvernig við getum mætt henni. Í þessu samhengi er mikilvægt að hlusta á raddir nemenda því hver veit betur en þjónustuþegarnir sjálfir í hvers konar umhverfi, aðstæðum og með hvað hætti þeim hentar best að sinna námi sínu. Samfylkingin og Viðreisn stefna ekki að lokunum skóla í uppsveitum heldur vilja ýta undir uppbyggingu og fólksfjölgun á þeim svæðum. Þörf er fyrir frekari fjölgun lóða í þéttbýliskjörnum og raunar er nú þegar hafin skipulagsvinna að stóru hverfi við Reykholt. Verið er að klára gatnagerð á Varmalandi og á Hvanneyri á svæði sem búið er að skipuleggja. Þá er einnig unnið að því að finna fleiri ákjósanlegar lóðir, fyrir fjölgun íbúa og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það blasir því við að tækifærin til uppbyggingar í Borgarbyggð eru mörg en til þess að laða fólk að þarf öll grunnþjónusta að vera til staðar. Það er markmið Samfylkingar og Viðreisnar á næsta kjörtímabili að efla menntastefnu Borgarbyggðar og koma skólum sveitarfélagsins í fremstu röð. Það er mikilvægt að gera með uppbyggingu innviða og fagþekkingar skólasamfélagsins. Þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi þar sem raddir allra fá áheyrn. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun