„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 11:55 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir verra að eiga þinglega umræðu um söluna á Íslandsbanka í dag án þeirra upplýsinga sem hefðu átt að koma fram í máli Bankasýslu ríkisins á opnum fundi fjárlaganefndar í dag. Bankasýslan bað um tveggja daga frest. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. „Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37
Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59