Um 500 félagsmenn undirrituðu nýlega skjal þar sem óskað var eftir félagsfundi og sagði Vísir frá því í vikunni að samkvæmt heimildum fréttastofu stæði til að leggja til vantrauststillögu á hendur Sólveigu Önnu á fundinum.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl klukkan 18 í félagsheimili Eflingar í Guðrúnartúni.
Í póstinum kemur einnig fram að skipulagsbreytingar á skrifstofum félagsins gangi samkvæmt áætlun og að ráðningarferli séu komin af stað. Nýlega var öllu starfsfólki félagsins sagt upp.
„Félagsmenn eiga skilið að fá útskýringar fyrir þessari hópuppsögn,“ sagði Agnieszka Ziólkowska, varaformaður Eflingar, í samtali við fréttastofu á þriðjudaginn. Hún er ein þeirra sem var sagt upp í hópuppsögninni.