Til hvers að kjósa Framsókn? Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 25. apríl 2022 06:01 Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttur fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skrifuðu undir samning varðandi framtíð flugvallarins, en það virðist hafa verið gert með ósýnilegu bleki. Það tók Einar Þorsteinsson, nýjan leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík, því ekki langan tíma að svíkja loforð flokksins að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og lýsa yfir stuðningi við áform núverandi meirihluta um að völlurinn fari. Framsókn - flugvallarvinir hvað? Samningi formanns flokksins og innviðaráðherra þar með endanlega rift, eða hvað! Við Sæbrautina stendur enn auglýsing frá Framsóknarflokknum frá síðustu kosningum. Þar stendur orðrétt: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“. Nú segja Framsóknarmenn í Reykjavík að engin þörf sé fyrir flugvöllinn og virðist hinn nýi leiðtogi þegar hafa hafið störf með meirihlutanum. Þessir ráðamenn Framsóknar ætla þannig að slíta á samskipti við landsbyggðina og hundsa það mikilvæga samgöngu- og öryggishlutverk sem flugvöllurinn gegnir nú þegar öll áform um annan varaflugvöll eru í óvissu og jarðhræringar á Reykjanesi valda enn frekari óvissu um hvaða flugvellir séu yfir höfuð öruggir. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Vanefndur samgöngusáttmáli En þetta er ekki einu svikin, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hugsa nákvæmlega eins og meirihluti Dags B. Eggertssonar þegar kemur að samgöngumálum í höfuðborginni, þau eigi að snúast um óskir og nálgun meirihlutans en ekki vilja og þarfir allra borgarbúa. Samgöngusáttmálinn sem Framsókn skrifaði undir við borgina er í klakaböndum, vanefndur víða og á villigötum annars staðar. Umferðarmannvirki sem áttu að koma birtast ekki, tafir og ógöngur umferðarinnar aukast. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Borgarlína án farþega Framsóknarflokkurinn virðist núna styðja hugmynd og útfærslu borgarstjórnarmeirihlutans um grjótþunga Borgarlínu til að fá "Glópagulls" viðurkenninguna, "BRT Gold". Það eru flestir búnir að átta sig á því að fokdýr Borgarlína með engum farþegum skilar engu nema samfélagslegu tapi öfugt við t.d. Sundabrautina sem Framsóknarflokkurinn segist vera búinn að samþykkja margoft án þess að framkvæmdir hefjist. Framsóknarmenn stýra samgöngumálum á landsvísu í núverandi ríkisstjórn, en í borginni eru þeir í hlekkjum meirihlutans í borginni. Nú lýsir oddviti flokksins í borginni yfir algjörum stuðningi við þau óheillaáform og ekki ólíklegt þar með að verða 5. hjólið undir borgarlínuvagni borgarstjóra. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Húsnæðissáttmáli í stað húsnæðis Enginn veit hvað Framsókn vill í húsnæðismálum eftir síðasta útspil nýs leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrir stuttu sagðist hann vera glaður vegna þess að borgarstjóri hefur lýst yfir áhuga sínum á einhverju lausnaplaggi sem hann kallar „húsnæðissáttmála“. Eftir að hafa vanrækt að útvega byggingarland og styðja við íbúðamarkaðinn kallar borgarstjóri eftir húsnæðissáttmála og Framsóknarflokknum dettur það helst í hug að fagna. Er það eitthvert fagnaðarefni að húsnæðis- og skipulagsmál eru komin í nýtt innviðaráðuneyti, þar sem sveitarstjórnar-, samgöngu- og byggðamál eru fyrir? Hefur Framsókn einhverjar lausnir eða sjálfstæðan vilja í þessum málum? Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn Loforð, en engin þjóðarhöll Framsóknarflokkurinn hefur nánast lofað í hverri viku síðustu misseri að þjóðarhöll og þjóðarleikvangur rísi. Ráðherrar flokksins virðast hafa talið sér til tekna að tala og tala um hana án þess að nokkuð gerist. Enginn hefur gengið lengra en Ásmundur Einar Daðason í því að lofa fjármunum til þess að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta og annan fyrir handbolta. Í fjármálaáætlun blasir við að næstu ríkisstjórn er ætlað að leysa þau mál. Það gerist bara ekkert, frekar en með Sundabraut, enda hefur núverandi meirihluti í Reykjavík með borgarstjóra í broddi fylkingar nánast útilokað alla möguleika á þeirri framkvæmd. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Málefni barna enn í ólestri Þegar Ásmundur Einar Daðason tók við félagsmálaráðuneytinu ákvað hann að endurskíra það barnamálaráðuneytið og hann hefur nú verið ráðherra málaflokksins í hartnær fimm ár. Þegar hann tók við var vandi biðlista allsráðandi. Þar er um að ræða lista yfir börn sem bíða eftir þjónustu í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir mikið tal og mikla fjölmiðlaathygli hefur það eitt gerst í þessum efnum að biðlistarnir hafa lengst á fimm ára valdatíma barnamálaráðherrans. Þó að hann hafi endurskoðað lög um málefni barna er árangursleysi hans í biðlistamálunum æpandi. Því hljóta menn að spyrja sig enn og aftur: Til hvers að kjósa Framsókn? Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur er umferðarsérfræðingur og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttur fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skrifuðu undir samning varðandi framtíð flugvallarins, en það virðist hafa verið gert með ósýnilegu bleki. Það tók Einar Þorsteinsson, nýjan leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík, því ekki langan tíma að svíkja loforð flokksins að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og lýsa yfir stuðningi við áform núverandi meirihluta um að völlurinn fari. Framsókn - flugvallarvinir hvað? Samningi formanns flokksins og innviðaráðherra þar með endanlega rift, eða hvað! Við Sæbrautina stendur enn auglýsing frá Framsóknarflokknum frá síðustu kosningum. Þar stendur orðrétt: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“. Nú segja Framsóknarmenn í Reykjavík að engin þörf sé fyrir flugvöllinn og virðist hinn nýi leiðtogi þegar hafa hafið störf með meirihlutanum. Þessir ráðamenn Framsóknar ætla þannig að slíta á samskipti við landsbyggðina og hundsa það mikilvæga samgöngu- og öryggishlutverk sem flugvöllurinn gegnir nú þegar öll áform um annan varaflugvöll eru í óvissu og jarðhræringar á Reykjanesi valda enn frekari óvissu um hvaða flugvellir séu yfir höfuð öruggir. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Vanefndur samgöngusáttmáli En þetta er ekki einu svikin, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hugsa nákvæmlega eins og meirihluti Dags B. Eggertssonar þegar kemur að samgöngumálum í höfuðborginni, þau eigi að snúast um óskir og nálgun meirihlutans en ekki vilja og þarfir allra borgarbúa. Samgöngusáttmálinn sem Framsókn skrifaði undir við borgina er í klakaböndum, vanefndur víða og á villigötum annars staðar. Umferðarmannvirki sem áttu að koma birtast ekki, tafir og ógöngur umferðarinnar aukast. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Borgarlína án farþega Framsóknarflokkurinn virðist núna styðja hugmynd og útfærslu borgarstjórnarmeirihlutans um grjótþunga Borgarlínu til að fá "Glópagulls" viðurkenninguna, "BRT Gold". Það eru flestir búnir að átta sig á því að fokdýr Borgarlína með engum farþegum skilar engu nema samfélagslegu tapi öfugt við t.d. Sundabrautina sem Framsóknarflokkurinn segist vera búinn að samþykkja margoft án þess að framkvæmdir hefjist. Framsóknarmenn stýra samgöngumálum á landsvísu í núverandi ríkisstjórn, en í borginni eru þeir í hlekkjum meirihlutans í borginni. Nú lýsir oddviti flokksins í borginni yfir algjörum stuðningi við þau óheillaáform og ekki ólíklegt þar með að verða 5. hjólið undir borgarlínuvagni borgarstjóra. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Húsnæðissáttmáli í stað húsnæðis Enginn veit hvað Framsókn vill í húsnæðismálum eftir síðasta útspil nýs leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrir stuttu sagðist hann vera glaður vegna þess að borgarstjóri hefur lýst yfir áhuga sínum á einhverju lausnaplaggi sem hann kallar „húsnæðissáttmála“. Eftir að hafa vanrækt að útvega byggingarland og styðja við íbúðamarkaðinn kallar borgarstjóri eftir húsnæðissáttmála og Framsóknarflokknum dettur það helst í hug að fagna. Er það eitthvert fagnaðarefni að húsnæðis- og skipulagsmál eru komin í nýtt innviðaráðuneyti, þar sem sveitarstjórnar-, samgöngu- og byggðamál eru fyrir? Hefur Framsókn einhverjar lausnir eða sjálfstæðan vilja í þessum málum? Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn Loforð, en engin þjóðarhöll Framsóknarflokkurinn hefur nánast lofað í hverri viku síðustu misseri að þjóðarhöll og þjóðarleikvangur rísi. Ráðherrar flokksins virðast hafa talið sér til tekna að tala og tala um hana án þess að nokkuð gerist. Enginn hefur gengið lengra en Ásmundur Einar Daðason í því að lofa fjármunum til þess að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta og annan fyrir handbolta. Í fjármálaáætlun blasir við að næstu ríkisstjórn er ætlað að leysa þau mál. Það gerist bara ekkert, frekar en með Sundabraut, enda hefur núverandi meirihluti í Reykjavík með borgarstjóra í broddi fylkingar nánast útilokað alla möguleika á þeirri framkvæmd. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Málefni barna enn í ólestri Þegar Ásmundur Einar Daðason tók við félagsmálaráðuneytinu ákvað hann að endurskíra það barnamálaráðuneytið og hann hefur nú verið ráðherra málaflokksins í hartnær fimm ár. Þegar hann tók við var vandi biðlista allsráðandi. Þar er um að ræða lista yfir börn sem bíða eftir þjónustu í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir mikið tal og mikla fjölmiðlaathygli hefur það eitt gerst í þessum efnum að biðlistarnir hafa lengst á fimm ára valdatíma barnamálaráðherrans. Þó að hann hafi endurskoðað lög um málefni barna er árangursleysi hans í biðlistamálunum æpandi. Því hljóta menn að spyrja sig enn og aftur: Til hvers að kjósa Framsókn? Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur er umferðarsérfræðingur og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun