Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. apríl 2022 23:33 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. Þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir hvaðanæva að um nýafstaðið útboð ríkisins á hlut í Íslandsbanka er fjármálaráðherra sáttur með heildarútkomuna. „Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrir fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Nokkrir mótmælafundir hafa verið haldnir á Austurvelli síðustu daga þar sem kallað hefur verið eftir afsögn Bjarna. Mótmælin hafa verið ansi fjölmenn hingað til. Afar fámenn mótmæli fóru hins vegar fram fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun á meðan ríkisstjórnin fundaði þar sem einn var handtekinn fyrir að vera með blys. Fréttastofa var á staðnum í morgun og náði handtökunni á myndband: „Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér“ Rétt eftir páska greindi ríkisstjórnin frá því að hún hygðist leggja niður Bankasýslu ríkisins og bíða með að selja restina af Íslandsbanka í bili. Bjarni þvertekur fyrir að með þessu sé verið að firra hann ábyrgð á því sem betur hefði mátt fara í ferlinu eins og margir úr stjórnarandstöðunni hafa haldið fram. „Nei, nei. Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér,“ segir hann. „Þau atriði sem eru núna til skoðunar eru svona dáldið sértæk og varða svona útfærslu og framkvæmdaleg atriði fyrst og fremst sýnist mér. En við skulum bara sjá. Við skulum bíða eftir niðurstöðu ríkisendurskoðunar og sjá hvað kemur út úr því og sömuleiðis hvað Seðlabankinn segir.“ Vantreystir ekki Bankasýslunni Hann segir að með því að leggja bankasýslu ríkisins niður sé verið að breyta öllu regluverkinu fyrir næsta söluferli. „Við bendum á þætti sem varða gagnsæi og upplýsingagjöf sem að mínu mati hafa verið dálítið gagnrýnisverð í síðasta útboði. Og auðvelt að vísa bara til umræðunnar sem hefur verið um það. Og hyggjumst leggja til nýtt fyrirkomulag til framtíðar. Og þetta eru bara tvö aðskilin mál í mínum huga,“ segir Bjarni. Þannig sé ekki um áfellisdóm yfir Bankasýslu ríkisins að ræða. „Sko, ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. Það er ekki það sem við erum að gera,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir hvaðanæva að um nýafstaðið útboð ríkisins á hlut í Íslandsbanka er fjármálaráðherra sáttur með heildarútkomuna. „Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrir fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Nokkrir mótmælafundir hafa verið haldnir á Austurvelli síðustu daga þar sem kallað hefur verið eftir afsögn Bjarna. Mótmælin hafa verið ansi fjölmenn hingað til. Afar fámenn mótmæli fóru hins vegar fram fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun á meðan ríkisstjórnin fundaði þar sem einn var handtekinn fyrir að vera með blys. Fréttastofa var á staðnum í morgun og náði handtökunni á myndband: „Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér“ Rétt eftir páska greindi ríkisstjórnin frá því að hún hygðist leggja niður Bankasýslu ríkisins og bíða með að selja restina af Íslandsbanka í bili. Bjarni þvertekur fyrir að með þessu sé verið að firra hann ábyrgð á því sem betur hefði mátt fara í ferlinu eins og margir úr stjórnarandstöðunni hafa haldið fram. „Nei, nei. Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér,“ segir hann. „Þau atriði sem eru núna til skoðunar eru svona dáldið sértæk og varða svona útfærslu og framkvæmdaleg atriði fyrst og fremst sýnist mér. En við skulum bara sjá. Við skulum bíða eftir niðurstöðu ríkisendurskoðunar og sjá hvað kemur út úr því og sömuleiðis hvað Seðlabankinn segir.“ Vantreystir ekki Bankasýslunni Hann segir að með því að leggja bankasýslu ríkisins niður sé verið að breyta öllu regluverkinu fyrir næsta söluferli. „Við bendum á þætti sem varða gagnsæi og upplýsingagjöf sem að mínu mati hafa verið dálítið gagnrýnisverð í síðasta útboði. Og auðvelt að vísa bara til umræðunnar sem hefur verið um það. Og hyggjumst leggja til nýtt fyrirkomulag til framtíðar. Og þetta eru bara tvö aðskilin mál í mínum huga,“ segir Bjarni. Þannig sé ekki um áfellisdóm yfir Bankasýslu ríkisins að ræða. „Sko, ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. Það er ekki það sem við erum að gera,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21
83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34