Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Kristín Ólafsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 22. apríl 2022 13:33 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. Lögreglu barst fjöldi ábendinga frá almenningi við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem var handtekinn ásamt fimm öðrum í sumarbústað austur af höfuðborginni í morgun, og hafði í tvígang afskipti af sextán ára pilti, alls ótengdum málinu. Pilturinn er dökkur á hörund eins og Gabríel og sættu aðgerðir lögreglu gagnrýni. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir málið óheppilegt og fyrst og fremst sorglegt fyrir piltinn. „Ég mun ræða þetta við yfirmenn lögreglu. Hef reyndar átt við þá óformlegt spjall um helgina og fara yfir þessi mál og hvaða ráðstafana er verið að grípa til, og síðan er auðvitað kærunefnd sem er hægt að fara með mál til sem hefur með eftirlit með störfum lögreglu að gera,“ segir Jón. „Ég er alveg sannfærður um það að lögreglan lærir á þessu eins og við öll og reynir að setja það í kistuna sína. En það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim erfiðu aðstæðum sem lögreglan var í í þessu tilfelli.“ Það sé eðlilegt að umræða um kynþáttafordóma spretti upp vegna málsins. „En ég hef enga trú á því að það sé nein rót af því innan lögreglunnar. Ég bara hafna því.“ Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“ Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga. 22. apríl 2022 10:21 Lögreglan handtók Gabríel í nótt Lögregla hefur handtekið hinn tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í vikunni. 22. apríl 2022 08:23 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Lögreglu barst fjöldi ábendinga frá almenningi við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem var handtekinn ásamt fimm öðrum í sumarbústað austur af höfuðborginni í morgun, og hafði í tvígang afskipti af sextán ára pilti, alls ótengdum málinu. Pilturinn er dökkur á hörund eins og Gabríel og sættu aðgerðir lögreglu gagnrýni. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir málið óheppilegt og fyrst og fremst sorglegt fyrir piltinn. „Ég mun ræða þetta við yfirmenn lögreglu. Hef reyndar átt við þá óformlegt spjall um helgina og fara yfir þessi mál og hvaða ráðstafana er verið að grípa til, og síðan er auðvitað kærunefnd sem er hægt að fara með mál til sem hefur með eftirlit með störfum lögreglu að gera,“ segir Jón. „Ég er alveg sannfærður um það að lögreglan lærir á þessu eins og við öll og reynir að setja það í kistuna sína. En það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim erfiðu aðstæðum sem lögreglan var í í þessu tilfelli.“ Það sé eðlilegt að umræða um kynþáttafordóma spretti upp vegna málsins. „En ég hef enga trú á því að það sé nein rót af því innan lögreglunnar. Ég bara hafna því.“
Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“ Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga. 22. apríl 2022 10:21 Lögreglan handtók Gabríel í nótt Lögregla hefur handtekið hinn tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í vikunni. 22. apríl 2022 08:23 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58
Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“ Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga. 22. apríl 2022 10:21
Lögreglan handtók Gabríel í nótt Lögregla hefur handtekið hinn tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í vikunni. 22. apríl 2022 08:23