Vellíðan barna er ekki meðaltal Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifar 22. apríl 2022 11:31 Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. Það er eitt að bera ábyrgð sem foreldri en þegar kemur að skólagöngu barnanna okkar þá leggjum við fullt traust á samstarf við skólakerfið. Við treystum því að börnin okkar fái þá umhyggju, stuðning og menntun sem þau hafa þörf fyrir og eiga rétt á. Á sama tíma og gerum við þær væntingar að fjölskyldu okkar sé mætt af skilningi. Ábyrgð sveitarfélaga Í flestum tilvikum er traust okkar byggt á stöðugum grunni. Því miður er það þó ekki alltaf svo. Það er þó ekki við kennara að sakast því ég gef mér það að enginn kennari fari inn í daginn í þeim tilgangi að mismuna eða mæta ekki þörfum allra barnanna sem eru í þeirra umsjá og á þeirra ábyrgð. Ábyrgðin er sveitarfélaganna. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sjá til þess að starfsumhverfið sé í stakk búið að mæta þörfum allra barna. Eins sorglegt og það er þá virðist oftast halla á þau börn sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa - börn sem glíma við fötlun, námsörðugleika og/eða eru með greiningar líkt og lesblindu, ADHD, einhverfu, asperger eða aðrar greiningar. Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika og/eða fötlunar, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi, samkvæmt grunnskólalögum. En hver fylgir því eftir að þessum lögum sé framfylgt? Hver leggur mat á hvað telst viðunandi stuðningur? Hver styður við þá foreldra sem þurfa að berjast við kerfið til að berjast fyrir tilverurétti barnanna sinna? Hver grípur þau börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa sannarlega á að halda? Hver grípur þau börn sem upplifa sig jafnvel ekki þess verðug? Nær öll börn er ekki nóg Í Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar 2021 kemur fram túlkun á könnunum á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ. Þar segir að kannanir sýni að börnum og ungmennum líði „almennt vel“ og að „nær öll“ börn og ungmenni séu jákvæð í námi og leik. En hvað þýðir það að börnum líði „almennt vel“ og að „nær öll börn“ taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi? Eru það 99% allra barna í Garðabæ eða jafnvel minna? Það er af fenginn reynslu sem ég brenn fyrir velferð barna og að stutt sé við þau börn sem passa ekki inn í það norm sem menntakerfið hefur sniðið þeim. Sjálf er ég týpískur ADHD einstaklingur sem lenti á flestum þeim veggjum sem hægt er að lenda á í gegnum skólagönguna mína. Það var því þyngra en tárum taki að upplifa börnin mín lenda á sömu veggjum í gegnum sína skólagöngu hér í Garðabænum okkar. Því miður hafa margir foreldrar svipaðar sögur að segja þrátt fyrir að hér séu öflugir skólar með metnaðarfullum kennurum. Foreldrum sem hafa þurft að berjast við kerfið gagnast ekkert að lesa um að „nær öll börn“ eða að börnum líði „almennt vel“ í Garðabæ. Ef kerfið bregst þá ætti það ekki að krefjast baráttu af hálfu foreldra. Foreldrarnir eru sjálfir að miklum líkindum komnir út í horn og andlega bugaðir við að reyna að hjálpa barninu sínu. Kerfið á að virka. Kerfið á að grípa einstaklingana og foreldrana. Einstaklingarnir eiga ekki að grípa kerfið. Fögnum fjölbreytileikanum – Gerum betur Við erum ekki öll eins. Við þurfum ekki öll að vera eins og við eigum ekki öll að vera eins. Enda hvað er eins? Fjölbreytileikinn er það sem gerir samfélögin betri og við ættum að fagna honum í stað þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Við eigum að styðja við einstaklinga í mótun eins og hentar þeim hvað best. Sagan sýnir einnig að það eru jú þeir einstaklingar sem passa ekki inn í fyrrgreindan kassa, sem oft á tíðum skara fram úr í sköpun og frjórri hugsun. Það einmitt það sem samfélag okkar allra nærist á. Við í Viðreisn viljum gera betur. Við viljum styðja við skólana okkar og mannauð þess. Við viljum byggja upp það umhverfi sem mætir þörfum allra barna okkar og byggir upp það kerfi sem við foreldrar getum unnið með í þeirra þágu og þeirra framtíð. Punktur! Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. Það er eitt að bera ábyrgð sem foreldri en þegar kemur að skólagöngu barnanna okkar þá leggjum við fullt traust á samstarf við skólakerfið. Við treystum því að börnin okkar fái þá umhyggju, stuðning og menntun sem þau hafa þörf fyrir og eiga rétt á. Á sama tíma og gerum við þær væntingar að fjölskyldu okkar sé mætt af skilningi. Ábyrgð sveitarfélaga Í flestum tilvikum er traust okkar byggt á stöðugum grunni. Því miður er það þó ekki alltaf svo. Það er þó ekki við kennara að sakast því ég gef mér það að enginn kennari fari inn í daginn í þeim tilgangi að mismuna eða mæta ekki þörfum allra barnanna sem eru í þeirra umsjá og á þeirra ábyrgð. Ábyrgðin er sveitarfélaganna. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sjá til þess að starfsumhverfið sé í stakk búið að mæta þörfum allra barna. Eins sorglegt og það er þá virðist oftast halla á þau börn sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa - börn sem glíma við fötlun, námsörðugleika og/eða eru með greiningar líkt og lesblindu, ADHD, einhverfu, asperger eða aðrar greiningar. Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika og/eða fötlunar, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi, samkvæmt grunnskólalögum. En hver fylgir því eftir að þessum lögum sé framfylgt? Hver leggur mat á hvað telst viðunandi stuðningur? Hver styður við þá foreldra sem þurfa að berjast við kerfið til að berjast fyrir tilverurétti barnanna sinna? Hver grípur þau börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa sannarlega á að halda? Hver grípur þau börn sem upplifa sig jafnvel ekki þess verðug? Nær öll börn er ekki nóg Í Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar 2021 kemur fram túlkun á könnunum á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ. Þar segir að kannanir sýni að börnum og ungmennum líði „almennt vel“ og að „nær öll“ börn og ungmenni séu jákvæð í námi og leik. En hvað þýðir það að börnum líði „almennt vel“ og að „nær öll börn“ taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi? Eru það 99% allra barna í Garðabæ eða jafnvel minna? Það er af fenginn reynslu sem ég brenn fyrir velferð barna og að stutt sé við þau börn sem passa ekki inn í það norm sem menntakerfið hefur sniðið þeim. Sjálf er ég týpískur ADHD einstaklingur sem lenti á flestum þeim veggjum sem hægt er að lenda á í gegnum skólagönguna mína. Það var því þyngra en tárum taki að upplifa börnin mín lenda á sömu veggjum í gegnum sína skólagöngu hér í Garðabænum okkar. Því miður hafa margir foreldrar svipaðar sögur að segja þrátt fyrir að hér séu öflugir skólar með metnaðarfullum kennurum. Foreldrum sem hafa þurft að berjast við kerfið gagnast ekkert að lesa um að „nær öll börn“ eða að börnum líði „almennt vel“ í Garðabæ. Ef kerfið bregst þá ætti það ekki að krefjast baráttu af hálfu foreldra. Foreldrarnir eru sjálfir að miklum líkindum komnir út í horn og andlega bugaðir við að reyna að hjálpa barninu sínu. Kerfið á að virka. Kerfið á að grípa einstaklingana og foreldrana. Einstaklingarnir eiga ekki að grípa kerfið. Fögnum fjölbreytileikanum – Gerum betur Við erum ekki öll eins. Við þurfum ekki öll að vera eins og við eigum ekki öll að vera eins. Enda hvað er eins? Fjölbreytileikinn er það sem gerir samfélögin betri og við ættum að fagna honum í stað þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Við eigum að styðja við einstaklinga í mótun eins og hentar þeim hvað best. Sagan sýnir einnig að það eru jú þeir einstaklingar sem passa ekki inn í fyrrgreindan kassa, sem oft á tíðum skara fram úr í sköpun og frjórri hugsun. Það einmitt það sem samfélag okkar allra nærist á. Við í Viðreisn viljum gera betur. Við viljum styðja við skólana okkar og mannauð þess. Við viljum byggja upp það umhverfi sem mætir þörfum allra barna okkar og byggir upp það kerfi sem við foreldrar getum unnið með í þeirra þágu og þeirra framtíð. Punktur! Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun