Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en Covid-veikum sjúklingum á Landspítala hefur fækkað mikið síðustu daga og vikur. Spítalinn var þannig færður af hættustigi og á óvissustig í síðustu viku.
Í tilkynningunni segir að kona á níræðisaldri með Covid-19 hafi látist síðastliðinn miðvikudag.
Á vefnum covid.is segir að 112 hafi nú látist á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi heimsfaraldursins. Alls hafa tæplega 185 þúsund manns greinst með sjúkdóminn hér á landi.