Þetta er ekki boðlegt Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 22. apríl 2022 09:00 Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn. Allt eru þetta verkefni sem löngu eru tímabær og eðlilegt er að taka fyrir á þessum vettvangi en bara alls ekki á þessum tímapunkti þegar örfáir dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Í þessu sambandi má nefna að ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks er sú að drög að stefnu í öldrunarmálum í sveitarfélaginu verði tilbúin eigi síðar en 29. apríl n.k. en engin vinna hefur farið fram til þessa. Í fundargerðinni kemur fram að byrjað verði á nýjum leikskóla í Þorlákshöfn innan fárra vikna og það jafnframt opinberað að engin stefnumótandi vinna hafi farið fram vegna hans. Það er reyndar mjög sérstakt að ekki liggi margra mánaða, jafnvel ára vinna að baki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir þegar Leikskólinn Bergheimar var einkavæddur að fulltrúar flokksins væru ekki sérfræðingar í rekstri leikskóla. Þá á einnig að keyra í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningar stefnumótandi vinnu vegna málefna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í bókun með tillögunum getur bæjarstjórn skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum en umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 28. apríl n.k. og fyrst að honum loknum gætu þessar nefndir mögulega tekið til starfa, rúmum tveimur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hinn eðlilegi farvegur er að ákvarðanir um aðgerðir og framkvæmdir séu teknar í kjölfar mótaðrar stefnu en ekki öfugt. Það er í besta falli vanmat á þessum verkefnum að ætla að hægt sé að móta stefnur á svo stuttum tíma í samráði og samtali við alla hagaðila. Annað er að þessi ákvörðun á þessum tímapunkti felur í sér mikla vanvirðingu við það fólk sem nýtir þá þjónustu sem um ræðir og á skilið að vandað sé til verka sem og það fólk sem sæti hefur tekið á listum, öðrum en Sjálfstæðisflokks, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá skýtur það einnig mjög skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi flotið stefnulaus allt þetta kjörtímabil í þessum stóru, viðkvæmu og mikilvægu málaflokkum. Hvernig stendur á því að tíminn hefur verið jafn illa nýttur sem raun ber vitni? Vöndum vinnubrögðin, sýnum sanngirni og heiðarleika og vinnum saman að þessum framfaramálum eftir kosningar. Þetta er ekki boðlegt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti H-lista í Ölfusi.Hrönn Guðmundsdóttir, oddviti B-lista í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss sem haldinn var 7. apríl sl. voru m.a. teknar fyrir tillögur frá Sjálfstæðisflokki sem snúa að mótun stefnu sveitarfélagsins Ölfuss í málefnum eldri borgara, stöðu fólks með fötlun og hugmyndafræðilegum undirbúningi að nýjum leikskóla í Þorlákshöfn. Allt eru þetta verkefni sem löngu eru tímabær og eðlilegt er að taka fyrir á þessum vettvangi en bara alls ekki á þessum tímapunkti þegar örfáir dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Í þessu sambandi má nefna að ætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks er sú að drög að stefnu í öldrunarmálum í sveitarfélaginu verði tilbúin eigi síðar en 29. apríl n.k. en engin vinna hefur farið fram til þessa. Í fundargerðinni kemur fram að byrjað verði á nýjum leikskóla í Þorlákshöfn innan fárra vikna og það jafnframt opinberað að engin stefnumótandi vinna hafi farið fram vegna hans. Það er reyndar mjög sérstakt að ekki liggi margra mánaða, jafnvel ára vinna að baki þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir þegar Leikskólinn Bergheimar var einkavæddur að fulltrúar flokksins væru ekki sérfræðingar í rekstri leikskóla. Þá á einnig að keyra í gegn fyrir sveitarstjórnarkosningar stefnumótandi vinnu vegna málefna fatlaðs fólks í sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í bókun með tillögunum getur bæjarstjórn skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum en umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 28. apríl n.k. og fyrst að honum loknum gætu þessar nefndir mögulega tekið til starfa, rúmum tveimur vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Hinn eðlilegi farvegur er að ákvarðanir um aðgerðir og framkvæmdir séu teknar í kjölfar mótaðrar stefnu en ekki öfugt. Það er í besta falli vanmat á þessum verkefnum að ætla að hægt sé að móta stefnur á svo stuttum tíma í samráði og samtali við alla hagaðila. Annað er að þessi ákvörðun á þessum tímapunkti felur í sér mikla vanvirðingu við það fólk sem nýtir þá þjónustu sem um ræðir og á skilið að vandað sé til verka sem og það fólk sem sæti hefur tekið á listum, öðrum en Sjálfstæðisflokks, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá skýtur það einnig mjög skökku við að meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi flotið stefnulaus allt þetta kjörtímabil í þessum stóru, viðkvæmu og mikilvægu málaflokkum. Hvernig stendur á því að tíminn hefur verið jafn illa nýttur sem raun ber vitni? Vöndum vinnubrögðin, sýnum sanngirni og heiðarleika og vinnum saman að þessum framfaramálum eftir kosningar. Þetta er ekki boðlegt. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti H-lista í Ölfusi.Hrönn Guðmundsdóttir, oddviti B-lista í Ölfusi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar