Páll skorar á strokufangann að gefa sig fram Jakob Bjarnar skrifar 20. apríl 2022 16:24 Páll segir að mikilvægt sé fyrir Gabríel að hann gefi sig fram, þannig megi forða frekari skaða og vinna með honum að farsælli afplánun. vísir/vilhelm/LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og sálfræðingar stofnunar hafa þungar áhyggjur af því hverjar afleiðingar stroks ungs fanga geti orðið og biðla til hans að gefa sig fram. „Ef þessi ákvörðun var tekin í bráðræði hefur hann enn möguleika á að takmarka afleiðingarnar. Um er að ræða ungan mann sem á eins og aðrir möguleika á að bæta sig og standa sig vel í afplánun sem getur aukið líkur á betri afkomu hans að lokinni afplánun,“ segir Páll í samtali við Vísi. Eins og þegar hefur komið fram hefur lögreglan auglýst eftir fanga sem stakk af frá lögreglu fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Hann heitir Gabríel Douane Boama og er fæddur 2002. Páll segir það afar mikilvægt að benda á neikvæðar afleiðingar fyrir fangann í tengslum við framgang afplánunar. „Strok úr afplánun er meðal alvarlegustu agabrota, það getur haft veruleg áhrif á afplánunartíma þannig að í stað þess að hljóta reynslulausn að afplánuðum hluta tímans með vistun í opnum fangelsum og áfangaheimilum á tímabilinu gæti hann þurft að afplána allan tímann í lokuðu fangelsi. Það er því mikilvægt fyrir hann að takamarka afleiðingar með því að gefa sig sem fyrst fram þannig að unnt verði að aðstoða hann og vinna með honum að farsælli afplánun.“ Páll segir að hjá Fangelsismálastofnun starfi hæfir sérfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hafa sérfræðiþekkingu á sviðinu. Hann vonar að Gabríel komi í leitirnar áður en verra hlýst af; ekki síst hans sjálfs vegna. Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Ef þessi ákvörðun var tekin í bráðræði hefur hann enn möguleika á að takmarka afleiðingarnar. Um er að ræða ungan mann sem á eins og aðrir möguleika á að bæta sig og standa sig vel í afplánun sem getur aukið líkur á betri afkomu hans að lokinni afplánun,“ segir Páll í samtali við Vísi. Eins og þegar hefur komið fram hefur lögreglan auglýst eftir fanga sem stakk af frá lögreglu fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Hann heitir Gabríel Douane Boama og er fæddur 2002. Páll segir það afar mikilvægt að benda á neikvæðar afleiðingar fyrir fangann í tengslum við framgang afplánunar. „Strok úr afplánun er meðal alvarlegustu agabrota, það getur haft veruleg áhrif á afplánunartíma þannig að í stað þess að hljóta reynslulausn að afplánuðum hluta tímans með vistun í opnum fangelsum og áfangaheimilum á tímabilinu gæti hann þurft að afplána allan tímann í lokuðu fangelsi. Það er því mikilvægt fyrir hann að takamarka afleiðingar með því að gefa sig sem fyrst fram þannig að unnt verði að aðstoða hann og vinna með honum að farsælli afplánun.“ Páll segir að hjá Fangelsismálastofnun starfi hæfir sérfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hafa sérfræðiþekkingu á sviðinu. Hann vonar að Gabríel komi í leitirnar áður en verra hlýst af; ekki síst hans sjálfs vegna.
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13
Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14
Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58