Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. apríl 2022 12:38 Vilhjálmur Birgisson segist bera traust til Sólveigar Önnu Jónsdóttur þrátt fyrir að hann geti ekki stutt hópuppagnir á skrifstofu Eflingar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. Þetta kemur fram í pistli Vilhjálms sem hann birti í dag á vefsíðu VLFA. „Það er skoðun formanns félagsins að það hafi verið mistök hjá lýðræðis kjörinni stjórn Eflingar að velja hópuppsögn til að ráðast í þær nauðsynlegu skiplagsbreytingar sem þau höfðu boðað í sinni kosningabaráttu. Það er mat formanns að stjórn Eflingar hefði getað náð fram þeim skiplagsbreytingum án þess að grípa til þessara hópuppsagna,“ skrifar Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur verið náinn bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, undanfarin misseri. Studdi hún til að mynda dyggilega við bakið á Vilhjálmi þegar hann var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á dögunum. Í samtali við fréttastofu fyrir sléttri viku sagði Vilhjálmur ekki hafa forsendur til að vega og meta hvað lægi að baki hópuppsögnunum. Nú segist hann ekki geta stutt hópuppsagnirnar. „Til að svara spurningunni aftur um hvort formaður styðji þessa hópuppsögn hjá Eflingu, þá er stutta svarið að sjálfsögðu, nei, ekkert frekar en aðrar hópuppsagnir sem eru á íslenskum vinnumarkaði og vill formaður ítreka að hans mat er að hægt hefði verið að ná fram skipulagsbreytingum með öðrum hætti en hópuppsögn,“ skrifar Vilhjálmur. Segist hann þó bera traust til Sólveigar Önnu, þrátt fyrir að geta ekki stutt aðgerðirnar eða tekið upp hanskann hvað þær varðar. „En hann tekur hanskann upp fyrir henni sem öfluga baráttukonu fyrir að standa vörð um þá sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði,“ skrifar Vilhjálmur og á þar við Sólveigu Önnu. Pistilinn má lesa í heild sinni hér. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Vilhjálms sem hann birti í dag á vefsíðu VLFA. „Það er skoðun formanns félagsins að það hafi verið mistök hjá lýðræðis kjörinni stjórn Eflingar að velja hópuppsögn til að ráðast í þær nauðsynlegu skiplagsbreytingar sem þau höfðu boðað í sinni kosningabaráttu. Það er mat formanns að stjórn Eflingar hefði getað náð fram þeim skiplagsbreytingum án þess að grípa til þessara hópuppsagna,“ skrifar Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur verið náinn bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, undanfarin misseri. Studdi hún til að mynda dyggilega við bakið á Vilhjálmi þegar hann var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á dögunum. Í samtali við fréttastofu fyrir sléttri viku sagði Vilhjálmur ekki hafa forsendur til að vega og meta hvað lægi að baki hópuppsögnunum. Nú segist hann ekki geta stutt hópuppsagnirnar. „Til að svara spurningunni aftur um hvort formaður styðji þessa hópuppsögn hjá Eflingu, þá er stutta svarið að sjálfsögðu, nei, ekkert frekar en aðrar hópuppsagnir sem eru á íslenskum vinnumarkaði og vill formaður ítreka að hans mat er að hægt hefði verið að ná fram skipulagsbreytingum með öðrum hætti en hópuppsögn,“ skrifar Vilhjálmur. Segist hann þó bera traust til Sólveigar Önnu, þrátt fyrir að geta ekki stutt aðgerðirnar eða tekið upp hanskann hvað þær varðar. „En hann tekur hanskann upp fyrir henni sem öfluga baráttukonu fyrir að standa vörð um þá sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði,“ skrifar Vilhjálmur og á þar við Sólveigu Önnu. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31
Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19
Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58
Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34