Körfubolti

Höttur einum sigri frá sæti í Subway-deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Höttur er komið 2-0 yfir í einvíginu.
Höttur er komið 2-0 yfir í einvíginu. Facebook/Höttur Körfubolti

Höttur frá Egilsstöðum er nú aðeins einum sigri frá sæti í Subway-deild karla í körfubolta eftir góðan níu stiga útisigur gegn Álftanesi í kvöld, 94-85.

Höttur vann fyrsta leik liðanna með fimm stiga mun á Egilsstöðum, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í Subway-deildinni.

Jafnræði var með liðunum í leik kvöldsins og munurinn var aðeins tvö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 50-48, Hetti í vil.

Hvorugu liðinu tókst að slíta andstæðina sína af sér í síðari hálfleik, en gestirnir í Hetti reyndust þó ögn sterkari og unnu að lokum níu stiga sigur, 94-85.

Timothy Guers var stigahæstur í liði Hattar með 21 stig, en hann tók einnig tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sinisa Bilic var atkvæðamestur í liði Álftaness með 24 stig.

Þriðji leikur liðanna fer fram á Egilsstöðum á föstudaginn þar sem heimamenn geta tryggt sér sæti í Subway-deild karla með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×