„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2022 14:09 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa fordæmt gjörðir ríkisstjórnarinnar. Samsett Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. Greint var frá fyrirætlununum í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja í morgun en erfiðlega hefur gengið að fá svör frá ráðherrunum um bankasöluna í nokkurn tíma. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir fordæmt þessa niðurstöðu og segja hana til marks um að ráðherrar vilji fórna bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að með yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar sé allri pólitískri ábyrgð varpað á bankasýsluna. „Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð,“ segir hann í grein sem birtist á Vísi. „Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist.“ Almenningur orðið fyrir óafturkræfu tjóni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ábyrgð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu vera ótvíræða og bundna í lög. „Hafi hann vanrækt skyldur sínar um yfirferð yfir tillögur bankasýslu um söluna, aðferð og tilboð ber honum að gangast við þeirri handvömm og víkja úr embætti. Hafi hann með fullri meðvitund samþykkt hvert einasta skref sem tekið var, eins og honum ber að gera ber hann einnig óskoraða ábyrgð og ber að víkja úr embætti,“ skrifar Helga Vala í Facebook-færslu. Hún bætir við að almenningur hafi orðið fyrir óafturkræfu og mjög kostnaðarsömu tjóni vegna verka Bjarna og það verði ríkisstjórnin að viðurkenna. „Annað er óboðlegt.“ Aum smjörklípa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir það „klassískt yfirklór og aum smjörklípa“ að ætla að leggja niður bankasýsluna til að forða ráðherrum frá því að taka ábyrgð á eigin gjörðum. „Bjarni Benediktsson ber skýra lagalega ábyrgð á öllu ferlinu en enn og aftur á að fella lög sem ekki var farið eftir til þess að grafa lögbrotið í rústunum,“ skrifar hún á Facebook. Þá segir Þórhildur Sunna það til marks um tvískinnung að ríkisstjórnin lýsi því nú yfir í yfirlýsingu sinni að almenningur eigi skýra kröfu um að allar upplýsingar um bankasöluna séu upp á borðum á sama tíma og ráðherrar forðist að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort lausn ríkisstjórnarinnar hafi hreinlega fundið í páskaeggi. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að stutt sé síðan Bjarni lýsti því yfir að hann hafi verið gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmdina á útboði bankasýslunnar. Nú innan við mánuði síðar leggi ríkisstjórnin til að stofnunin verði lögð niður. lang='is' dir='ltr'>Frétt frá 23. mars, þar sem segi:'Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmd á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.' Nú nokkrum vikum síðar er Bankasýslan lögð niður. https://t.co/6IY6AZTTsp — Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) April 19, 2022> Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ekkert að orðlengja um hlutina. Embættismenn undir rútuna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ráðherra með ákvörðun sinni henda embættismönnum undir rútuna fyrir klúður sem þau beri sömuleiðis ábyrgð á. „Þetta mál er _mjög_ skýrt. Bankasýslunni er gert að fylgjast með markaðsaðstæðum og ráðleggja ráðherra hvenær og hvernig er gott að selja. Ráðherra setur upp markmið með sölunni í leiðbeiningum til Bankasýslunnar. Bankasýslan framkvæmir söluna samkvæmt leiðbeiningu og skilar niðurstöðunni til ráðherra sem kvittar upp á að allt hafi verið samkvæmt forskriftinni,“ segir hann í Facebook-færslu. Það sé skýrt að fjármálaráðherra beri ábyrgð á vissum atriðum í framkvæmd sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bankasýslan ábyrgð á öðrum. „Klúðrið gerðist hjá báðum og þar af leiðandi ekki hægt að kenna bara öðrum um. Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra.“
Greint var frá fyrirætlununum í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja í morgun en erfiðlega hefur gengið að fá svör frá ráðherrunum um bankasöluna í nokkurn tíma. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir fordæmt þessa niðurstöðu og segja hana til marks um að ráðherrar vilji fórna bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að með yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar sé allri pólitískri ábyrgð varpað á bankasýsluna. „Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð,“ segir hann í grein sem birtist á Vísi. „Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist.“ Almenningur orðið fyrir óafturkræfu tjóni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ábyrgð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu vera ótvíræða og bundna í lög. „Hafi hann vanrækt skyldur sínar um yfirferð yfir tillögur bankasýslu um söluna, aðferð og tilboð ber honum að gangast við þeirri handvömm og víkja úr embætti. Hafi hann með fullri meðvitund samþykkt hvert einasta skref sem tekið var, eins og honum ber að gera ber hann einnig óskoraða ábyrgð og ber að víkja úr embætti,“ skrifar Helga Vala í Facebook-færslu. Hún bætir við að almenningur hafi orðið fyrir óafturkræfu og mjög kostnaðarsömu tjóni vegna verka Bjarna og það verði ríkisstjórnin að viðurkenna. „Annað er óboðlegt.“ Aum smjörklípa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir það „klassískt yfirklór og aum smjörklípa“ að ætla að leggja niður bankasýsluna til að forða ráðherrum frá því að taka ábyrgð á eigin gjörðum. „Bjarni Benediktsson ber skýra lagalega ábyrgð á öllu ferlinu en enn og aftur á að fella lög sem ekki var farið eftir til þess að grafa lögbrotið í rústunum,“ skrifar hún á Facebook. Þá segir Þórhildur Sunna það til marks um tvískinnung að ríkisstjórnin lýsi því nú yfir í yfirlýsingu sinni að almenningur eigi skýra kröfu um að allar upplýsingar um bankasöluna séu upp á borðum á sama tíma og ráðherrar forðist að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort lausn ríkisstjórnarinnar hafi hreinlega fundið í páskaeggi. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að stutt sé síðan Bjarni lýsti því yfir að hann hafi verið gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmdina á útboði bankasýslunnar. Nú innan við mánuði síðar leggi ríkisstjórnin til að stofnunin verði lögð niður. lang='is' dir='ltr'>Frétt frá 23. mars, þar sem segi:'Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmd á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.' Nú nokkrum vikum síðar er Bankasýslan lögð niður. https://t.co/6IY6AZTTsp — Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) April 19, 2022>
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent