Arnar: Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg Sverrir Mar Smárason skrifar 18. apríl 2022 22:37 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með endurkomu sinna manna í dag en Víkingur kom til baka og vann FH 2-1 eftir að hafa lent undir eftir aðeins 30 sekúndur í leiknum. „Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
„Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn