Ronaldo sagði frá þessu á Instagram-síðu sinni, en Georgina Rodriguez, kærasta Ronaldos, átti von á tvíburum.
Samkvæmt Instagram-færslu Ronaldos kom stúlkan þó heilbrigð í heiminn og Ronaldo og Georgina segja að það sé það eina sem gefi þeim vilja til að lifa á þessari stundu.
„Það er með okkar dýpstu sorg sem við neyðumst til að tilkynna að litli strákurinn okkar er látinn,“ segir í færslu knattspyrnumannsinns.
„Þetta er mesti sársauki sem foreldrar get fundið. Aðeins fæðing litlu stúlkunnar okkar gefur okkur styrkinn til að lifa á þessari stundu með smá von og gleði.“
„Við viljum þakka læknunum og hjúkrunarfræðingunum fyrir allan stuðninginn og umsjánna. Við erum algjörlega eyðilögð yfir missinum og biðjum ykkur vinsamlegast um næði á þessum erfiðu tímum.“
„Litli strákurinn okkar, þú ert engillinn okkar. Við munum alltaf elska þig.“