Förðunarskvísur landsins mættu saman í afmæli Mist og Co. Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2022 17:01 Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur stofnaði fyrirtækið Mist og Co. fyrir ári síðan og selur nú hreinsivörulínu í eigin netverslun og verslunum Hagkaup. Samsett Verslunin Mist og Co. fagnaði eins árs afmæli á dögunum. Haldið var upp á tilefnið með veglegu boði í veislusal Spritz á Rauðarárstíg. Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur er eigandi Mist og Co. og bauð hún förðunarfræðingum, tískubloggurum og fleiri flottum konum á þennan fallega viðburð. Á meðal gesta í þessu blómum skreytta boði voru Sunneva Einars, Sólrún Diego, Lína Birgitta. Ástrós Trausta og einnig Kristín Pétursdóttir þáttastjórnandi Make up. Förðunarsnillingar eins og Elín Reynis, Ingunn Sig og Heiður Ósk, létu sig ekki vanta. Ingunn og Heiður Ósk eru stjórnendur Snyrtiborðsins með HI beauty hér á Vísi og eigendur förðunarskólans Reykjavík Makeup School. Studio Morgundögg „Það var mikil þörf á þessari vöru, bæði fyrir alla þá sem nota förðunarbursta og einnig fyrir förðunarfræðinga á Íslandi. Áður fyrr var fólk aðallega að þrífa burstana sína við baðherbergisvaskinn með sápu og vatni, en það er afar tímafrekt og tekur burstana langan tíma að þorna. Með notkun Mist & Co. tekur það aðeins nokkrar mínútur að þrífa allt förðunarburstasettið,“ segir Ásthildur í samtali við Lífið um ástæðu þess að hún stofnaði fyrirtækið. Studio Morgundögg „Svo fer það líka mun betur með húðina að nota hreina förðunarbursta en óhreinir burstar geta valdið óþægindum í húðinni.“ Studio Morgundögg Burstahreinsisprey Ásthildar spiluðu lykilhlutverk á viðburðinum og voru skreytingar og kokteilar í tveimur litum spreyjanna, bleikum og grænu. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólki finnst það eiginlega bara ótrúlegt hvað hreinsirinn virkar vel og það gleður mig alltaf að heyra ummæli þeirra sem prófa Mist & Co. í fyrsta sinna,“ segir Ásthildur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg „Það var ótrúlega gaman að fara í gegnum allt ferlið, að koma með nýja vöru á markaðinn, finna hina fullkomnu formúlu og framleiða svo loksins Mist & Co., allt frá því að ég var að blanda formúluna heima í stofu og upp í standa í búðum. Svo finnst mér líka gaman að sjá að makeup skólarnir hérna eru að nota Mist & Co. í kennslunni hjá sér.“ Drykkir og kökur voru merktar fyrirtæki Ásthildar. Studio Morgundögg Ásthildur hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún er að gera og hefur haft áhuga á förðun frá því í menntaskóla. „Mesta áskorunin var að finna hina fullkomnu formúluna og öll efnin í hana. Á tímabili átti ég yfir 200 ilmolíur og tugi brúsa með allskonar efnum í áður en ég fann hin réttu fyrir Mist & Co.“ Studio Morgundögg Samhliða því að reka fyrirtækið Mist og Co. og framleiða eigin hreinsivörulínu starfar Ásthildur sjálfstætt sem förðunarfræðingur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg Förðun Samkvæmislífið Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur er eigandi Mist og Co. og bauð hún förðunarfræðingum, tískubloggurum og fleiri flottum konum á þennan fallega viðburð. Á meðal gesta í þessu blómum skreytta boði voru Sunneva Einars, Sólrún Diego, Lína Birgitta. Ástrós Trausta og einnig Kristín Pétursdóttir þáttastjórnandi Make up. Förðunarsnillingar eins og Elín Reynis, Ingunn Sig og Heiður Ósk, létu sig ekki vanta. Ingunn og Heiður Ósk eru stjórnendur Snyrtiborðsins með HI beauty hér á Vísi og eigendur förðunarskólans Reykjavík Makeup School. Studio Morgundögg „Það var mikil þörf á þessari vöru, bæði fyrir alla þá sem nota förðunarbursta og einnig fyrir förðunarfræðinga á Íslandi. Áður fyrr var fólk aðallega að þrífa burstana sína við baðherbergisvaskinn með sápu og vatni, en það er afar tímafrekt og tekur burstana langan tíma að þorna. Með notkun Mist & Co. tekur það aðeins nokkrar mínútur að þrífa allt förðunarburstasettið,“ segir Ásthildur í samtali við Lífið um ástæðu þess að hún stofnaði fyrirtækið. Studio Morgundögg „Svo fer það líka mun betur með húðina að nota hreina förðunarbursta en óhreinir burstar geta valdið óþægindum í húðinni.“ Studio Morgundögg Burstahreinsisprey Ásthildar spiluðu lykilhlutverk á viðburðinum og voru skreytingar og kokteilar í tveimur litum spreyjanna, bleikum og grænu. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólki finnst það eiginlega bara ótrúlegt hvað hreinsirinn virkar vel og það gleður mig alltaf að heyra ummæli þeirra sem prófa Mist & Co. í fyrsta sinna,“ segir Ásthildur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg „Það var ótrúlega gaman að fara í gegnum allt ferlið, að koma með nýja vöru á markaðinn, finna hina fullkomnu formúlu og framleiða svo loksins Mist & Co., allt frá því að ég var að blanda formúluna heima í stofu og upp í standa í búðum. Svo finnst mér líka gaman að sjá að makeup skólarnir hérna eru að nota Mist & Co. í kennslunni hjá sér.“ Drykkir og kökur voru merktar fyrirtæki Ásthildar. Studio Morgundögg Ásthildur hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún er að gera og hefur haft áhuga á förðun frá því í menntaskóla. „Mesta áskorunin var að finna hina fullkomnu formúluna og öll efnin í hana. Á tímabili átti ég yfir 200 ilmolíur og tugi brúsa með allskonar efnum í áður en ég fann hin réttu fyrir Mist & Co.“ Studio Morgundögg Samhliða því að reka fyrirtækið Mist og Co. og framleiða eigin hreinsivörulínu starfar Ásthildur sjálfstætt sem förðunarfræðingur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg
Förðun Samkvæmislífið Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira