Um er að ræða opnunarleik Bestu deildarinnar karlamegin og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem útsending mun hefjast klukkan 18:30 og verður leiknum svo gerð góð skil fram eftir kvöldi.
Það verður sannkölluð fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í dag því leikur Vals og Breiðabliks í Meistarakeppni KSÍ verður einnig sýndur beint og hefst hann klukkan 16:00 en um er að ræða langbestu kvennalið landsins á síðustu leiktíð.
Auk íslenska boltans verður sýndur fótbolti úr hinum ýmsu deildum í Evrópu en alla viðburði dagsins má sjá hér að neðan.