„Mér finnst þetta ekki í lagi“ Erna Bjarnadóttir skrifar 16. apríl 2022 18:30 Þrumuræða Sr. Davíðs Þórs Jónssonar á Austurvelli á föstudaginn langa, 15. apríl sl. vakti athygli margra. Í mínu ungdæmi hefði slík framganga kirkjunnar þjóns verið algerlega óhugsandi en hann mælti án efa fyrir hönd margra og lét orðin sem hér eru í fyrirsögn falla í viðtali fyrir fundinn. Lög um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru skýr Undanfarnar viku hefur mikið verið fjallað um útboð á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fyrirsvarsmenn sölunnar, formaður stjórnar og forstjóri Bankasýslu ríkisins, hafa haldið því fram að lögum hafi verið fylgt í einu og öllu. Til vara grípa stuðningsmenn sölunnar sumir til þess að lögin um söluna séu ekki nógu skýr! Því hafi menn villst af leið í þessari vegferð. Meðal annars við að fá heldur fleiri en færri kaupendur til að tryggja dreift eignarhald (sem vitaskuld er enn ein smjörklípan því eigendur bankans skipta þegar þúsundum). En lögin um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012) eru alveg skýr. Þar segir m.a. í 3. gr.: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti.“ Í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 155/2012 segir m.a. eftirfarandi um það hvernig staðið skuli að sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum: „Breytingar á eignarhaldi eða sala á eignarhlutum eru háðar ákvörðunum ríkisstjórnar. Komi til sölu eignarhluta skal undirbúa þær aðgerðir af kostgæfni og gefa Alþingi kost á því að koma að gerð reglna sem um slíka sölu eða hlutafjáraukningu munu gilda“, .....“. Rétt er að spyrja í þessu sambandi: Hefur komið fram hvort alþingi hafi átt slíka aðkomu? Eða voru það aðeins tvær af nefndum þingsins sem fengu kynningu á ferlinu? Rétt er að benda á að í 3. gr. laga nr. 155/2012 kemur fram að þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á „...opið söluferli...“. Í athugasemdum í frumvarpi um þessa 3. gr. segir um þetta atriði: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opinu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Átti slík undantekning við hér sem hér er lýst? Þá er í skýringum sérstaklega tekið fram að gæta jafnræðis milli kaupenda en það verði best tryggt með því að skilyrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós. Ekki verður annað séð en að á þetta hafi skort enda liggur ljóst fyrir að þeir sem fengu að kaupa eignarhluti ríkisins voru ekki allir stofnanafjárfestar, heldur venjulegir einstaklingar, oft tengdir Íslandsbanka vegna starfa sinna þar. Óhætt er að fullyrða að framkvæmd og útfærsla hins lokaða útboðs hefur ekki verið í neinu samræmi við 3. gr. laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ég veit eiginlega ekki hvernig Hr.Útskýringum tekst að halda því fram að söluferlið hafi verið í samræmi við lög en benda í hinu orðinu á að ágallar kunni að hafa verið annarsstaðar í ferlinu en hjá Bankasýslunni. Lögin gilda um alla framkvæmd sölunnar eins og tekið er sérstaklega fram í skýringum með þeim og Bankasýsla ríkisins ber, í umboði fjármálaráðherra, ábyrgð á öllu söluferlinu. Með öðrum orðum brotakennd framkvæmd við sölu eignarhluta ríkisins í einni stærstu fjármálastofnun landsins er og verður ávallt á ábyrgð fjármálaráðherra og undirstofnana ráðuneytis hans. Smjörklípugerð ríkisstjórnarinnar Ekki stendur á fleiri smjörklípum stjórnarliða til að réttlæta gerninginn. Reynt er að kasta ryki í augu fólks með því að svo miklir fjármunir hafi fengist við söluna að nú lækki vaxtabyrði ríkissjóðs sem því nemur. Halló! - Gagnrýnin snýst um að það hefði verið hægt að fá meira fyrir bréfin og lækka vaxtagreiðslur enn meira. Önnur smjörklípa reynir að draga athyglina að því að einstaklingar sem gagnrýna söluna hafi sjálfir einhvern tíma grætt peninga. Aftur, - gagnrýnin snýr að því að hér var um almannaeign að ræða sem þeim sem með fóru var skylt að fá eins hátt verð fyrir og unnt var í gagnsæju ferli. Fleiri smjörklípur hafa verið á borð bornar en flestum finnst óbragð af þeim. En það er bragð af þegar prestur Þjóðkirkjunnar mætir á mótmæli við Austurvöll á föstudaginn langa og flytur þar ræðu. Hvað næst? Eftir tilraunir nokkurra stjórnarliða til að réttlæta „gjörninginn“ eru þau flest horfin á vit fjölskylduboða og hafa sig lítt í frammi. Fyrir ríkisstjórninni virðist komið eins og afskektum sveitabæ, búið að slíta símann úr sambandi. Líklega fara samskipti aðila í milli nú fram skriflega eftir að forsætisráðherra bauð upp á þá smjörklípu að annar ráðherra hefði ekki látið bóka neina andstöðu við málið á fundum. Um söluferlið sagði Sr. Davíð Þór í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og www.visir.is: „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi.“ Og bætti svo við að það gæti þá aðeins átt við þau sem eru með boðskort í þessi tilteknu veisluhöld ríkisstjórnarinnar. Það verður því áhugavert að sjá hvaða viðbrögð verða höfð frammi þegar símasamband kemst á ný á við ríkisstjórnina. Búast má við að smjörlíkisbragð verði áberandi þegar þar verður komið sögu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þrumuræða Sr. Davíðs Þórs Jónssonar á Austurvelli á föstudaginn langa, 15. apríl sl. vakti athygli margra. Í mínu ungdæmi hefði slík framganga kirkjunnar þjóns verið algerlega óhugsandi en hann mælti án efa fyrir hönd margra og lét orðin sem hér eru í fyrirsögn falla í viðtali fyrir fundinn. Lög um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru skýr Undanfarnar viku hefur mikið verið fjallað um útboð á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fyrirsvarsmenn sölunnar, formaður stjórnar og forstjóri Bankasýslu ríkisins, hafa haldið því fram að lögum hafi verið fylgt í einu og öllu. Til vara grípa stuðningsmenn sölunnar sumir til þess að lögin um söluna séu ekki nógu skýr! Því hafi menn villst af leið í þessari vegferð. Meðal annars við að fá heldur fleiri en færri kaupendur til að tryggja dreift eignarhald (sem vitaskuld er enn ein smjörklípan því eigendur bankans skipta þegar þúsundum). En lögin um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012) eru alveg skýr. Þar segir m.a. í 3. gr.: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti.“ Í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 155/2012 segir m.a. eftirfarandi um það hvernig staðið skuli að sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum: „Breytingar á eignarhaldi eða sala á eignarhlutum eru háðar ákvörðunum ríkisstjórnar. Komi til sölu eignarhluta skal undirbúa þær aðgerðir af kostgæfni og gefa Alþingi kost á því að koma að gerð reglna sem um slíka sölu eða hlutafjáraukningu munu gilda“, .....“. Rétt er að spyrja í þessu sambandi: Hefur komið fram hvort alþingi hafi átt slíka aðkomu? Eða voru það aðeins tvær af nefndum þingsins sem fengu kynningu á ferlinu? Rétt er að benda á að í 3. gr. laga nr. 155/2012 kemur fram að þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á „...opið söluferli...“. Í athugasemdum í frumvarpi um þessa 3. gr. segir um þetta atriði: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opinu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Átti slík undantekning við hér sem hér er lýst? Þá er í skýringum sérstaklega tekið fram að gæta jafnræðis milli kaupenda en það verði best tryggt með því að skilyrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós. Ekki verður annað séð en að á þetta hafi skort enda liggur ljóst fyrir að þeir sem fengu að kaupa eignarhluti ríkisins voru ekki allir stofnanafjárfestar, heldur venjulegir einstaklingar, oft tengdir Íslandsbanka vegna starfa sinna þar. Óhætt er að fullyrða að framkvæmd og útfærsla hins lokaða útboðs hefur ekki verið í neinu samræmi við 3. gr. laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ég veit eiginlega ekki hvernig Hr.Útskýringum tekst að halda því fram að söluferlið hafi verið í samræmi við lög en benda í hinu orðinu á að ágallar kunni að hafa verið annarsstaðar í ferlinu en hjá Bankasýslunni. Lögin gilda um alla framkvæmd sölunnar eins og tekið er sérstaklega fram í skýringum með þeim og Bankasýsla ríkisins ber, í umboði fjármálaráðherra, ábyrgð á öllu söluferlinu. Með öðrum orðum brotakennd framkvæmd við sölu eignarhluta ríkisins í einni stærstu fjármálastofnun landsins er og verður ávallt á ábyrgð fjármálaráðherra og undirstofnana ráðuneytis hans. Smjörklípugerð ríkisstjórnarinnar Ekki stendur á fleiri smjörklípum stjórnarliða til að réttlæta gerninginn. Reynt er að kasta ryki í augu fólks með því að svo miklir fjármunir hafi fengist við söluna að nú lækki vaxtabyrði ríkissjóðs sem því nemur. Halló! - Gagnrýnin snýst um að það hefði verið hægt að fá meira fyrir bréfin og lækka vaxtagreiðslur enn meira. Önnur smjörklípa reynir að draga athyglina að því að einstaklingar sem gagnrýna söluna hafi sjálfir einhvern tíma grætt peninga. Aftur, - gagnrýnin snýr að því að hér var um almannaeign að ræða sem þeim sem með fóru var skylt að fá eins hátt verð fyrir og unnt var í gagnsæju ferli. Fleiri smjörklípur hafa verið á borð bornar en flestum finnst óbragð af þeim. En það er bragð af þegar prestur Þjóðkirkjunnar mætir á mótmæli við Austurvöll á föstudaginn langa og flytur þar ræðu. Hvað næst? Eftir tilraunir nokkurra stjórnarliða til að réttlæta „gjörninginn“ eru þau flest horfin á vit fjölskylduboða og hafa sig lítt í frammi. Fyrir ríkisstjórninni virðist komið eins og afskektum sveitabæ, búið að slíta símann úr sambandi. Líklega fara samskipti aðila í milli nú fram skriflega eftir að forsætisráðherra bauð upp á þá smjörklípu að annar ráðherra hefði ekki látið bóka neina andstöðu við málið á fundum. Um söluferlið sagði Sr. Davíð Þór í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og www.visir.is: „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi.“ Og bætti svo við að það gæti þá aðeins átt við þau sem eru með boðskort í þessi tilteknu veisluhöld ríkisstjórnarinnar. Það verður því áhugavert að sjá hvaða viðbrögð verða höfð frammi þegar símasamband kemst á ný á við ríkisstjórnina. Búast má við að smjörlíkisbragð verði áberandi þegar þar verður komið sögu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun