Eflum iðn- og tæknimenntun í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 16. apríl 2022 12:00 Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Framhaldsskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar