Lýðræðisseggurinn Þórarinn Hjartarson skrifar 16. apríl 2022 11:01 Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar