Lýðræðisseggurinn Þórarinn Hjartarson skrifar 16. apríl 2022 11:01 Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar