Ofaldir kálfar kjarabaráttunnar Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 14. apríl 2022 12:31 Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Í því samhengi finnst mörgum hverjum ásættanlegt að lækka laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Ekki veit ég til þess að það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum, en það sem verra er, er þegar að fólk kallar eftir aðgerðum sem þessum á röngum forsendum. Í allri umræðu er best að halda sig við það sem er vitað. Það er best að halda sig við tölur, gögn og staðreyndir. Þar sem ég þekki til eru laun almennra starfsmanna stéttarfélaga í flestum tilfellum á bilinu 500-600 þúsund krónur. Ég get staðfest að dagvinnulaun starfsmanns Eflingar árið 2018, sem var nýbyrjaður í starfi voru 509.850kr. Þessi sami starfsmaður eftir 4 ára starfsreynslu var kominn upp í 577.850. Á móti má benda á að starfsmenn fái greidda yfirvinnu og aksturstyrk, en höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni. Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? Til þess að svara því langar mér að setja upp dæmi. Ef við skoðum reiknivél fyrir neysluviðmið á síðu stjórnarráðsins og gefum okkur forsendur vísitölufjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tveir fullorðnir og 2 börn, 1 í leikskóla og annað í grunnskóla. Dæmigerð heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar fyrir þá fjölskyldu eru 493.776kr og grunnviðmið er 276.905kr. Höldum þá áfram og tökum húsaleiguna inn í dæmið. Leiguverð fór fyrir löngu síðan út fyrir öll velsæmismörk og er í dag ekkert annað en okur. Leigusalar eru mismunandi eins og þeir eru margir og verðið eftir því. Í Þessum útreikning skulum við gefa okkur að leiguverðið séu 200 þúsund krónur. Þá stöndum við þar að heildarútgjöld með húsnæði fyrir vísitölufjölskylduna er á bilinu 476.905kr - 693.776kr. Ef við gefum okkur að annar aðili vísitölufjölskyldunnar starfi hjá stéttarfélagi og sé t.d. með 570.000kr í laun, skilar það honum sennilega nærri 420.000kr útborguðum. Hinn aðilinn vinnur fyrir lágmarkslaunum 368.000kr og sé með um 290.000kr útborgað. Hjónin í vísitölufjölskyldunni eru þar samanlagt með 710.000kr í vasann og eiga tæpar 17.000kr í afgang eftir mánuðinn miðað við dæmigerða neyslu. Og höfum hugfast að hér er ekki verið að tala um lúxus líf, heldur dæmigert. Guð forði fólkinu frá því að veikjast, missa vinnuna eða lenda í hverskyns áfalli sem kallar á aukin útgjöld. Að öllu þessu sögðu þá er undir lokin rétt að minna á að þetta er dæmi um fólk sem getur þetta, þó tæplega. Fjöldinn allur af vinnandi fólki á ekki í sig og á, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og hver einasti dagur er erfiður. Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag. Á öllum málum eru tvær hliðar og ólíkar skoðanir, en við hljótum að geta sammælst um að halda staðreyndum á hreinu og fara með rétt mál. Við hljótum að geta sammælst um grunngildi kjarabaráttu og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur. Í því samhengi finnst mörgum hverjum ásættanlegt að lækka laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga. Ekki veit ég til þess að það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum, en það sem verra er, er þegar að fólk kallar eftir aðgerðum sem þessum á röngum forsendum. Í allri umræðu er best að halda sig við það sem er vitað. Það er best að halda sig við tölur, gögn og staðreyndir. Þar sem ég þekki til eru laun almennra starfsmanna stéttarfélaga í flestum tilfellum á bilinu 500-600 þúsund krónur. Ég get staðfest að dagvinnulaun starfsmanns Eflingar árið 2018, sem var nýbyrjaður í starfi voru 509.850kr. Þessi sami starfsmaður eftir 4 ára starfsreynslu var kominn upp í 577.850. Á móti má benda á að starfsmenn fái greidda yfirvinnu og aksturstyrk, en höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni. Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? Til þess að svara því langar mér að setja upp dæmi. Ef við skoðum reiknivél fyrir neysluviðmið á síðu stjórnarráðsins og gefum okkur forsendur vísitölufjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu, tveir fullorðnir og 2 börn, 1 í leikskóla og annað í grunnskóla. Dæmigerð heildarútgjöld án húsnæðiskostnaðar fyrir þá fjölskyldu eru 493.776kr og grunnviðmið er 276.905kr. Höldum þá áfram og tökum húsaleiguna inn í dæmið. Leiguverð fór fyrir löngu síðan út fyrir öll velsæmismörk og er í dag ekkert annað en okur. Leigusalar eru mismunandi eins og þeir eru margir og verðið eftir því. Í Þessum útreikning skulum við gefa okkur að leiguverðið séu 200 þúsund krónur. Þá stöndum við þar að heildarútgjöld með húsnæði fyrir vísitölufjölskylduna er á bilinu 476.905kr - 693.776kr. Ef við gefum okkur að annar aðili vísitölufjölskyldunnar starfi hjá stéttarfélagi og sé t.d. með 570.000kr í laun, skilar það honum sennilega nærri 420.000kr útborguðum. Hinn aðilinn vinnur fyrir lágmarkslaunum 368.000kr og sé með um 290.000kr útborgað. Hjónin í vísitölufjölskyldunni eru þar samanlagt með 710.000kr í vasann og eiga tæpar 17.000kr í afgang eftir mánuðinn miðað við dæmigerða neyslu. Og höfum hugfast að hér er ekki verið að tala um lúxus líf, heldur dæmigert. Guð forði fólkinu frá því að veikjast, missa vinnuna eða lenda í hverskyns áfalli sem kallar á aukin útgjöld. Að öllu þessu sögðu þá er undir lokin rétt að minna á að þetta er dæmi um fólk sem getur þetta, þó tæplega. Fjöldinn allur af vinnandi fólki á ekki í sig og á, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og hver einasti dagur er erfiður. Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag. Á öllum málum eru tvær hliðar og ólíkar skoðanir, en við hljótum að geta sammælst um að halda staðreyndum á hreinu og fara með rétt mál. Við hljótum að geta sammælst um grunngildi kjarabaráttu og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun