Tryggvi fékk ekki úr miklu að moða í leiknum. Tryggvi reyndi bara eitt skot í leiknum sem fór ekki ofan í og tók einungis eitt frákast á þessum 12 mínútum. Zaragoza var þó sjö stigum í plús á meðan Tryggvi Snær var inná.
Sigurinn er afar mikilvægur fyrir Zaragoza sem lyftir sér upp úr fallsæti og í 14. sæti töflunnar með stigunum tveimur en Zaragoza og Obradorio eru nú jöfn stigum. Bæði lið eru með 18 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Næsti leikur Tryggva og félaga er gegn toppliði Barcelona á laugardaginn næsta.