Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Snorri Másson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. apríl 2022 18:41 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. „Það er miður þegar það er gripið til hópuppsagna á vinnustöðum enda erum við að tala hér um lífsafkomu og atvinnuöryggi launafólks og þegar slíkt gerist er grundvallaratriði að ætíð sé farið eftir öllum lögum og reglum og tryggt að kjarasamningsbundin réttindi séu virt í hvívetna,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við fréttastofu. „Það er alltaf miður þegar fólk missir vinnuna og við erum að kljást við það í verkalýðshreyfingunni alla daga, oft í viku þar sem fólk er að missa vinnuna og það er ömurlegt þegar það gerist.“ Svo þú fordæmir þetta ekki? „Eins og ég segi, ég lýsi þessu bara alfarið á stjórn Eflingar. Ég hef engar forsendur til að vega og meta hvað liggur hér að baki. Ég hef ekki séð nein gögn í því og því get ég ekki tjáð mig um það, þau verða að svara fyrir það á hvaða grunni þessar breytingar eru byggðar á.“ Beri mikið traust til Sólveigar Önnu Vilhjálmur og Sólveig hafa lengi verið nánir bandamenn í verkalýðsbaráttunni og studdi hún dyggilega við nýlegt framboð hans til formannsembættis Starfsgreinasambandsins, sem Efling er hluti af. „Það hefur verið gott samstarf á milli okkar Sólveigar Önnu um alllanga hríð. Við berum mikið traust til hvors annars. Ég veit að Sólveig Anna er mikil hugsjónamanneskja um að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar erum við algerir samherjar og munum halda áfram því góða starfi sem við höfum verið að vinna að,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort Sólveig sé að skapa gott fordæmi í ljósi stöðu hennar sem leiðtogi verkalýðsfélags segir Vilhjálmur að uppsagnirnar séu alfarið á ábyrgð lýðræðislega kjörinnar stjórnar Eflingar. „Ég bara trúi því og treysti að stjórn félagsins tryggi að öllum lögum og reglum verði fullnægt og þau tryggð með afgerandi hætti.“ Starfsfólk Eflingar hefur verið hvatt til þess að sækja aftur um stöður sínar þegar þær verða auglýstar og segist Vilhjálmur vona að sem flest þeirra fái starf sitt aftur kjósi það svo. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. 13. apríl 2022 15:39 Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
„Það er miður þegar það er gripið til hópuppsagna á vinnustöðum enda erum við að tala hér um lífsafkomu og atvinnuöryggi launafólks og þegar slíkt gerist er grundvallaratriði að ætíð sé farið eftir öllum lögum og reglum og tryggt að kjarasamningsbundin réttindi séu virt í hvívetna,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við fréttastofu. „Það er alltaf miður þegar fólk missir vinnuna og við erum að kljást við það í verkalýðshreyfingunni alla daga, oft í viku þar sem fólk er að missa vinnuna og það er ömurlegt þegar það gerist.“ Svo þú fordæmir þetta ekki? „Eins og ég segi, ég lýsi þessu bara alfarið á stjórn Eflingar. Ég hef engar forsendur til að vega og meta hvað liggur hér að baki. Ég hef ekki séð nein gögn í því og því get ég ekki tjáð mig um það, þau verða að svara fyrir það á hvaða grunni þessar breytingar eru byggðar á.“ Beri mikið traust til Sólveigar Önnu Vilhjálmur og Sólveig hafa lengi verið nánir bandamenn í verkalýðsbaráttunni og studdi hún dyggilega við nýlegt framboð hans til formannsembættis Starfsgreinasambandsins, sem Efling er hluti af. „Það hefur verið gott samstarf á milli okkar Sólveigar Önnu um alllanga hríð. Við berum mikið traust til hvors annars. Ég veit að Sólveig Anna er mikil hugsjónamanneskja um að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar erum við algerir samherjar og munum halda áfram því góða starfi sem við höfum verið að vinna að,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um hvort Sólveig sé að skapa gott fordæmi í ljósi stöðu hennar sem leiðtogi verkalýðsfélags segir Vilhjálmur að uppsagnirnar séu alfarið á ábyrgð lýðræðislega kjörinnar stjórnar Eflingar. „Ég bara trúi því og treysti að stjórn félagsins tryggi að öllum lögum og reglum verði fullnægt og þau tryggð með afgerandi hætti.“ Starfsfólk Eflingar hefur verið hvatt til þess að sækja aftur um stöður sínar þegar þær verða auglýstar og segist Vilhjálmur vona að sem flest þeirra fái starf sitt aftur kjósi það svo.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. 13. apríl 2022 15:39 Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. 13. apríl 2022 15:39
Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21
Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25