Feilskot við Nýló Helgi Sæmundur Helgason skrifar 13. apríl 2022 17:01 Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Verkið var sýnt á heimssýningunni í New York árið 1939. Það eintak er eftir því sem ég best veit týnt en fjórar afsteypur af verkinu eru til, ein á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, önnur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríður bjó síðustu æviárin, þriðja í Ottawa í Kanada og sú fjórða í bókasafni páfa í Róm. Á dögunum bárust þær fréttir að tvær listakonur, Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, hefðu stolið styttunni á Laugarbrekku og komið henni fyrir í einhvers konar eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Í viðtali við Vísi þann 11. apríl sl. kemur fram að listakonurnar telja verkið rasískt. Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins. Þá er það með öllu órökstutt af listakonunum að uppsetning verksins árið 1939 tengist stefnu Íslands „á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum.“ Verkið var eins og áður sagði fyrst sýnt á heimssýningunni í New York en sumir telja að í Vínlandsreisu sinni hafi Guðríður og Þorfinnur karlsefni þriðji eiginmaður hennar náð suður til Manhattan-eyjar. Því miður vekur þessi gjörningur listakvennanna óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttur og útilistaverk Kynþáttafordómar Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Verkið var sýnt á heimssýningunni í New York árið 1939. Það eintak er eftir því sem ég best veit týnt en fjórar afsteypur af verkinu eru til, ein á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, önnur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríður bjó síðustu æviárin, þriðja í Ottawa í Kanada og sú fjórða í bókasafni páfa í Róm. Á dögunum bárust þær fréttir að tvær listakonur, Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, hefðu stolið styttunni á Laugarbrekku og komið henni fyrir í einhvers konar eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Í viðtali við Vísi þann 11. apríl sl. kemur fram að listakonurnar telja verkið rasískt. Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins. Þá er það með öllu órökstutt af listakonunum að uppsetning verksins árið 1939 tengist stefnu Íslands „á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum.“ Verkið var eins og áður sagði fyrst sýnt á heimssýningunni í New York en sumir telja að í Vínlandsreisu sinni hafi Guðríður og Þorfinnur karlsefni þriðji eiginmaður hennar náð suður til Manhattan-eyjar. Því miður vekur þessi gjörningur listakvennanna óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar