Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 15:00 Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. Fjallað var um alls konar málbreytingar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson málfræðing. Umburðarlyndi hljómar vel, en hvað þýðir þetta nákvæmlega? Meðal annars það, að nú „má“ segja 'mér langar' í stað 'mig langar', 'það var beðið mig um að fara' í stað 'ég var beðinn um að fara' og það má opna 'hurðir' en ekki bara 'dyr'. Auðvitað er þetta ekki óumdeilt, en Eiríkur hefur barist fyrir því að fólk hætti að amast við breytingum sem þegar eru orðnar. Og ofangreindar breytingar eru að sönnu orðnar, þágufallshneigð er mjög útbreidd málbreyting og einnig hin nýja þolmynd, alltént á meðal ungu kynslóðarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar En á þá að leyfa allt, er stundum spurt. „Það á ekkert að leyfa allt. En þegar um er að ræða tilbrigði í máli, sem hafa verið í málinu áratugum saman, jafnvel í heila öld, og fjöldi fólks hefur alist upp við frá máltökuskeiði og notar, þá finnst mér engin ástæða til að amast við því,“ segir Eiríkur. Ég vill, mig langar, það var beðið mig um að fara; þurfum við að hætta að amast við þessu? „Mér finnst það. Mér finnst engin ástæða til að vera að amast við þessu. Þetta fellur allt undir það sem ég var að lýsa. Þetta er ekki nýtt í málinu, þetta er útbreitt, en ég hins vegar skil vel að það sé erfitt fyrir fólk sem hefur alist upp við að eitthvað sé rangt að snúa allt í einu við blaðinu. En ég held að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir tungumálið að við notum tímann í annað en að amast við svona breytingum.“ Sjálfur kveðst Eiríkur í grunninn vera íhaldskurfur sem vilji helst að tungumálið sé eins og í Skagafirði á sjötta áratugnum. En það er ekki raunhæf ósk, segir Eiríkur, og eins gott að sætta sig við að svo verði ekki. Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fjallað var um alls konar málbreytingar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson málfræðing. Umburðarlyndi hljómar vel, en hvað þýðir þetta nákvæmlega? Meðal annars það, að nú „má“ segja 'mér langar' í stað 'mig langar', 'það var beðið mig um að fara' í stað 'ég var beðinn um að fara' og það má opna 'hurðir' en ekki bara 'dyr'. Auðvitað er þetta ekki óumdeilt, en Eiríkur hefur barist fyrir því að fólk hætti að amast við breytingum sem þegar eru orðnar. Og ofangreindar breytingar eru að sönnu orðnar, þágufallshneigð er mjög útbreidd málbreyting og einnig hin nýja þolmynd, alltént á meðal ungu kynslóðarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar En á þá að leyfa allt, er stundum spurt. „Það á ekkert að leyfa allt. En þegar um er að ræða tilbrigði í máli, sem hafa verið í málinu áratugum saman, jafnvel í heila öld, og fjöldi fólks hefur alist upp við frá máltökuskeiði og notar, þá finnst mér engin ástæða til að amast við því,“ segir Eiríkur. Ég vill, mig langar, það var beðið mig um að fara; þurfum við að hætta að amast við þessu? „Mér finnst það. Mér finnst engin ástæða til að vera að amast við þessu. Þetta fellur allt undir það sem ég var að lýsa. Þetta er ekki nýtt í málinu, þetta er útbreitt, en ég hins vegar skil vel að það sé erfitt fyrir fólk sem hefur alist upp við að eitthvað sé rangt að snúa allt í einu við blaðinu. En ég held að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir tungumálið að við notum tímann í annað en að amast við svona breytingum.“ Sjálfur kveðst Eiríkur í grunninn vera íhaldskurfur sem vilji helst að tungumálið sé eins og í Skagafirði á sjötta áratugnum. En það er ekki raunhæf ósk, segir Eiríkur, og eins gott að sætta sig við að svo verði ekki.
Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent