Hvar er stuðningurinn? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 13. apríl 2022 09:00 Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi. Þar fengum við að heyra mikla sorgarsögu skólans frá árinu 2004 þegar ákvörðun var tekin um að setja hann undir Landbúnaðarháskóla Íslands, en skólinn hafði starfað sjálfstætt frá stofnun 1939. Síðan þá hefur skólinn verið meira og minna gjörsveltur. Ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til að laga húsakost sem er í algjörri niðurníðslu og mikill mannauður horfið frá, meðal annars vegna stefnu rektors LbhÍ og starfshátta. Í samþykkt félagsfundar Sambands garðyrkjubænda 23. október 2019 var samþykkt bókun sem segir meðal annars: „Garðyrkjunámið hefur frá sameiningu liðið fyrir þær tilraunir LbhÍ að leggja skólahald að Reykjum niður og dreifa því á ýmsar deildir innan skólans.“ Garðyrkjuskólinn á Reykjum sameinist Fjölbrautaskóla Suðurlands Í lok árs 2020 tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvörðun um að sameina Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi. Starfsfólk skólans sem við ræddum við segir að það ríki gríðarleg óvissa með framtíð skólans og þar skipta nokkur atriði sérstöku máli. Með því að færa námið undir FSu þá gilda lög um framhaldsskóla sem segja að m.a. að þau sem hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla og hafa þann rétt til 18 ára aldurs. Nemendur sem sækja um garðyrkjunám eru eldri nemendur og nú er meðalaldur nemenda um 40 ár og því ættu þeir samkvæmt lögum að mæta afgangi þegar umsækjendur um nám í FSu fá úthlutað skólavist. Mikil óvissa ríkir um það hvort Garðyrkjuskólinn fái áfram að vera á Reykjum eða hvort gerð verði sú krafa að verklega námið flytjist líka í húsnæði FSu. En eins og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri og starfsmaður á Reykjum segir í grein í Bændablaðinu þá er nauðsynlegt að garðyrkju- og umhverfisnám sé fóstrað í góðri starfsaðstöðu og hefur sú aðstaða byggst upp á Reykjum undanfarna áratugi, meðal annars með stuðningi atvinnulífs garðyrkjunnar. Á Reykjum er jafnframt eina sérhæfða aðstaðan sem til er í landinu fyrir þessar greinar. Í þriðja lagi er mikil óvissa um það hvaða eignum LbhÍ fær að halda eftir en Landbúnaðarháskólinn gerir kröfur um að fá að halda ákveðnum byggingum á Reykjum. Það eru þær byggingar sem eru síst í niðurníðslu. Afgangurinn samanstendur af gömlum byggingum sem eru í hræðilegu ásigkomulagi. Hvar er stuðningurinn? Sveitarfélagið Ölfus rekur skóla sína af miklum metnaði. Í Þorlákshöfn eru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, leikskólinn Bergheimar sem reyndar er nú rekinn af Hjallastefnunni og svo á sveitarfélagið einnig hlut í leikskólum og grunnskóla í Hveragerði. En afhverju hefur Garðyrkjuskólinn á Reykjum, sem er eini skólinn á framhaldsstigi í Ölfusi ekki fengið stuðning frá sveitarfélaginu sem hann réttilega tilheyrir. Samkvæmt starfsfólki sem við ræddum við hefur Hveragerðisbær staðið þétt við bakið á þeim en það sé ekki hægt að segja það sama um Sveitarfélagið Ölfus. Við ættum að berjast með kjafti og klóm fyrir framtíð þessa einstaka skóla, sem er ekki aðeins einstakur á landsvísu heldur á heimsvísu. Því þarna er jarðhiti notaður til ræktunar, umhverfið er einstök blanda af náttúrulegu umhverfi, hverum og ýmis konar ræktun síðan árið 1939. Við á Íbúalistanum viljum leggja grunn að fjölbreyttara atvinnulífi í Sveitarfélaginu Ölfusi og vitum sem víst að Garðyrkjuskólinn á Reykjum býr yfir einstökum mannauði sem þarf að halda í og rækta. Áskorun til Ásmundar Einars og Sigurðar Inga Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um að Garðyrkjuskólinn á Reykjum verði gerður að sjálfseignarstofnun og ráðherra falið að gera þjónustusamning við hann. Á bakvið þingsályktunartillöguna standa allir ráðherrar á Suðurlandi fyrir utan ráðherra Framsóknarflokksins. Við sem myndum Íbúalistann, nýjan óháðan lista sem býður fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum, skorum á Sigurð Inga og aðra sunnlenska þingmenn að styðja við Garðyrkjuskólann á Reykjum með ráðum og dáð og einnig viljum við skora á Ásmund Einar, ráðherra menntamála, að gera slíkt hið sama. Með aukinni og þungri áherslu á sjálfbærni, græna framtíð og matvælaöryggi landsins ætti Garðyrkjuskólinn á Reykjum að vera eitt af flaggskipum Íslendinga í menntamálum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: ,,Menntun og mannauður er grundvöllur langtímahagvaxtar og velsældar til framtíðar. Við viljum skapa íslensku menntakerfi svigrúm til að bregðast við þeim breytingum og áskorunum sem fram undan eru.” Þar segir ennfremur: „Ísland á að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu en til þess þarf að sigrast á stórum áskorunum.“ Sýnið það í verki og standið vörð um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ölfus Framhaldsskólar Háskólar Garðyrkja Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi. Þar fengum við að heyra mikla sorgarsögu skólans frá árinu 2004 þegar ákvörðun var tekin um að setja hann undir Landbúnaðarháskóla Íslands, en skólinn hafði starfað sjálfstætt frá stofnun 1939. Síðan þá hefur skólinn verið meira og minna gjörsveltur. Ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til að laga húsakost sem er í algjörri niðurníðslu og mikill mannauður horfið frá, meðal annars vegna stefnu rektors LbhÍ og starfshátta. Í samþykkt félagsfundar Sambands garðyrkjubænda 23. október 2019 var samþykkt bókun sem segir meðal annars: „Garðyrkjunámið hefur frá sameiningu liðið fyrir þær tilraunir LbhÍ að leggja skólahald að Reykjum niður og dreifa því á ýmsar deildir innan skólans.“ Garðyrkjuskólinn á Reykjum sameinist Fjölbrautaskóla Suðurlands Í lok árs 2020 tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvörðun um að sameina Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi. Starfsfólk skólans sem við ræddum við segir að það ríki gríðarleg óvissa með framtíð skólans og þar skipta nokkur atriði sérstöku máli. Með því að færa námið undir FSu þá gilda lög um framhaldsskóla sem segja að m.a. að þau sem hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla og hafa þann rétt til 18 ára aldurs. Nemendur sem sækja um garðyrkjunám eru eldri nemendur og nú er meðalaldur nemenda um 40 ár og því ættu þeir samkvæmt lögum að mæta afgangi þegar umsækjendur um nám í FSu fá úthlutað skólavist. Mikil óvissa ríkir um það hvort Garðyrkjuskólinn fái áfram að vera á Reykjum eða hvort gerð verði sú krafa að verklega námið flytjist líka í húsnæði FSu. En eins og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri og starfsmaður á Reykjum segir í grein í Bændablaðinu þá er nauðsynlegt að garðyrkju- og umhverfisnám sé fóstrað í góðri starfsaðstöðu og hefur sú aðstaða byggst upp á Reykjum undanfarna áratugi, meðal annars með stuðningi atvinnulífs garðyrkjunnar. Á Reykjum er jafnframt eina sérhæfða aðstaðan sem til er í landinu fyrir þessar greinar. Í þriðja lagi er mikil óvissa um það hvaða eignum LbhÍ fær að halda eftir en Landbúnaðarháskólinn gerir kröfur um að fá að halda ákveðnum byggingum á Reykjum. Það eru þær byggingar sem eru síst í niðurníðslu. Afgangurinn samanstendur af gömlum byggingum sem eru í hræðilegu ásigkomulagi. Hvar er stuðningurinn? Sveitarfélagið Ölfus rekur skóla sína af miklum metnaði. Í Þorlákshöfn eru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, leikskólinn Bergheimar sem reyndar er nú rekinn af Hjallastefnunni og svo á sveitarfélagið einnig hlut í leikskólum og grunnskóla í Hveragerði. En afhverju hefur Garðyrkjuskólinn á Reykjum, sem er eini skólinn á framhaldsstigi í Ölfusi ekki fengið stuðning frá sveitarfélaginu sem hann réttilega tilheyrir. Samkvæmt starfsfólki sem við ræddum við hefur Hveragerðisbær staðið þétt við bakið á þeim en það sé ekki hægt að segja það sama um Sveitarfélagið Ölfus. Við ættum að berjast með kjafti og klóm fyrir framtíð þessa einstaka skóla, sem er ekki aðeins einstakur á landsvísu heldur á heimsvísu. Því þarna er jarðhiti notaður til ræktunar, umhverfið er einstök blanda af náttúrulegu umhverfi, hverum og ýmis konar ræktun síðan árið 1939. Við á Íbúalistanum viljum leggja grunn að fjölbreyttara atvinnulífi í Sveitarfélaginu Ölfusi og vitum sem víst að Garðyrkjuskólinn á Reykjum býr yfir einstökum mannauði sem þarf að halda í og rækta. Áskorun til Ásmundar Einars og Sigurðar Inga Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um að Garðyrkjuskólinn á Reykjum verði gerður að sjálfseignarstofnun og ráðherra falið að gera þjónustusamning við hann. Á bakvið þingsályktunartillöguna standa allir ráðherrar á Suðurlandi fyrir utan ráðherra Framsóknarflokksins. Við sem myndum Íbúalistann, nýjan óháðan lista sem býður fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum, skorum á Sigurð Inga og aðra sunnlenska þingmenn að styðja við Garðyrkjuskólann á Reykjum með ráðum og dáð og einnig viljum við skora á Ásmund Einar, ráðherra menntamála, að gera slíkt hið sama. Með aukinni og þungri áherslu á sjálfbærni, græna framtíð og matvælaöryggi landsins ætti Garðyrkjuskólinn á Reykjum að vera eitt af flaggskipum Íslendinga í menntamálum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: ,,Menntun og mannauður er grundvöllur langtímahagvaxtar og velsældar til framtíðar. Við viljum skapa íslensku menntakerfi svigrúm til að bregðast við þeim breytingum og áskorunum sem fram undan eru.” Þar segir ennfremur: „Ísland á að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu en til þess þarf að sigrast á stórum áskorunum.“ Sýnið það í verki og standið vörð um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar