Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2022 21:51 Enn og aftur lætur Reykjanesið vita af sér. Vísir/Vilhelm Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira