Skógarböðin opna ekki fyrr en allt er klárt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2022 15:01 Skógarböðin eru að taka á sig mynd. Vísir/Arnar Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun. Framkvæmdir hófust í ágúst og hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum í allan vetur við Skógarböðin, sem staðsett eru við þjóðveg 1, steinsnar frá Akureyri. Eigendurnir, Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer prísa sig sæla með snjólítinn vetur á Norðurlandi. Skógarböðin séð úr lofti.Vísir/Arnar „Við höfum verið heppin með veturinn. Það var ekki mikill snjór. Við steyptum síðustu steypuna í desember, í laugunum þannig að þetta hefði getað verið allt annað ef það hefði verið almennilegur vetur hérna, þá værum við sennilega ekki komin svona langt,“ segir Sigríður María. Vatnið í böðin kemur úr Vaðlaheiðargöngunum. Hingað til hefur það runnið út í sjó, en nú verður því beint í Skógarböðin í gengum pípur úr göngunum. „Það er búið að leggja vatnið. Við erum búin að taka við því formlega og það er búið að prufukeyra allan tæknibúnaðinn og þetta svínvirkar allt eins og þetta átti að gera,“ segir Finnur. Búið að prufukeyra böðin Eigendurnir fengu þannig forskot á sæluna og prófuðu böðin þegar allt var prufukeyrt. „Það var rosa gaman, góð tilfinning. Við fórum hérna með fjölskylduna og börnin, þetta var ótrúlegt,“ segir Finnur. Væntanlega tilhlökkun að leyfa öðrum að njóta? „Algjörlega. Þetta verður alveg frábært. Okkur fannst þetta mjög gefandi og smá klapp á bakið vitandi það að þetta verður frábært, af því að maður fór svolítið blint í sjóinn,“ segir Sigríður María. Opna þegar allt er tilbúið Búið er að stækka laugina og þjónustuhúsið frá því sem fyrst var áætlað. Til að mynda er búið að bæta við öðrum bar svo ýmisleg sé nefnt. Segja má að tilhlökkunin á svæðinu eftir böðunum sé áþreifanleg. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að því að klára allt sem þarf að klára.Vísir/Arnar „Það kemur alltaf fólk hérna á hverjum einasta degi og spyrja hvort það megi koma og skoða. Á ákveðnum tímapunkti urðum við bara að taka fyrir það því þetta var orðið það mikil umferð.“ segir Finnur. Í fyrstu var áætlað að opna böðin í febrúar en ýmsar tafir á afhendingu á búnaði og aðföngum hefur tafið verkið. Finnur og Sigríður vilja því nú ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun. „Ég get sagt ykkur það, þegar þetta er til.“ Þið náið sumrinu? „Jájá, við náum sumrinu. Menn eru að horfa hérna á næstu vikur. Einu sinni ætlum við að opna í febrúar, svo ætluðum við að opna fyrir páska. Við opnum þetta bara þegar þetta er tilbúið. Við viljum ekki laska staðinn að það verði verið að vinna hérna eitthvað eftir að búið er að opna þannig að upplifunin verði bara góð og menn verði alsælir með þetta.“ Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Segja umhverfið og útsýnið vera sérstöðu Skógarbaðanna Bandaríski fjölmiðillinn CNN fjallaði í dag um Skógarböðin sem fyrirhugað er að opni í Vaðlaskógi við Akureyri innan skamms. Vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn nú um helgina og aðstandendur baðanna segja að opnað verði innan skamms. 22. febrúar 2022 23:01 Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48 Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir. 2. desember 2020 15:12 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira
Framkvæmdir hófust í ágúst og hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum í allan vetur við Skógarböðin, sem staðsett eru við þjóðveg 1, steinsnar frá Akureyri. Eigendurnir, Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer prísa sig sæla með snjólítinn vetur á Norðurlandi. Skógarböðin séð úr lofti.Vísir/Arnar „Við höfum verið heppin með veturinn. Það var ekki mikill snjór. Við steyptum síðustu steypuna í desember, í laugunum þannig að þetta hefði getað verið allt annað ef það hefði verið almennilegur vetur hérna, þá værum við sennilega ekki komin svona langt,“ segir Sigríður María. Vatnið í böðin kemur úr Vaðlaheiðargöngunum. Hingað til hefur það runnið út í sjó, en nú verður því beint í Skógarböðin í gengum pípur úr göngunum. „Það er búið að leggja vatnið. Við erum búin að taka við því formlega og það er búið að prufukeyra allan tæknibúnaðinn og þetta svínvirkar allt eins og þetta átti að gera,“ segir Finnur. Búið að prufukeyra böðin Eigendurnir fengu þannig forskot á sæluna og prófuðu böðin þegar allt var prufukeyrt. „Það var rosa gaman, góð tilfinning. Við fórum hérna með fjölskylduna og börnin, þetta var ótrúlegt,“ segir Finnur. Væntanlega tilhlökkun að leyfa öðrum að njóta? „Algjörlega. Þetta verður alveg frábært. Okkur fannst þetta mjög gefandi og smá klapp á bakið vitandi það að þetta verður frábært, af því að maður fór svolítið blint í sjóinn,“ segir Sigríður María. Opna þegar allt er tilbúið Búið er að stækka laugina og þjónustuhúsið frá því sem fyrst var áætlað. Til að mynda er búið að bæta við öðrum bar svo ýmisleg sé nefnt. Segja má að tilhlökkunin á svæðinu eftir böðunum sé áþreifanleg. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að því að klára allt sem þarf að klára.Vísir/Arnar „Það kemur alltaf fólk hérna á hverjum einasta degi og spyrja hvort það megi koma og skoða. Á ákveðnum tímapunkti urðum við bara að taka fyrir það því þetta var orðið það mikil umferð.“ segir Finnur. Í fyrstu var áætlað að opna böðin í febrúar en ýmsar tafir á afhendingu á búnaði og aðföngum hefur tafið verkið. Finnur og Sigríður vilja því nú ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun. „Ég get sagt ykkur það, þegar þetta er til.“ Þið náið sumrinu? „Jájá, við náum sumrinu. Menn eru að horfa hérna á næstu vikur. Einu sinni ætlum við að opna í febrúar, svo ætluðum við að opna fyrir páska. Við opnum þetta bara þegar þetta er tilbúið. Við viljum ekki laska staðinn að það verði verið að vinna hérna eitthvað eftir að búið er að opna þannig að upplifunin verði bara góð og menn verði alsælir með þetta.“
Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Segja umhverfið og útsýnið vera sérstöðu Skógarbaðanna Bandaríski fjölmiðillinn CNN fjallaði í dag um Skógarböðin sem fyrirhugað er að opni í Vaðlaskógi við Akureyri innan skamms. Vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn nú um helgina og aðstandendur baðanna segja að opnað verði innan skamms. 22. febrúar 2022 23:01 Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48 Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir. 2. desember 2020 15:12 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira
Segja umhverfið og útsýnið vera sérstöðu Skógarbaðanna Bandaríski fjölmiðillinn CNN fjallaði í dag um Skógarböðin sem fyrirhugað er að opni í Vaðlaskógi við Akureyri innan skamms. Vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn nú um helgina og aðstandendur baðanna segja að opnað verði innan skamms. 22. febrúar 2022 23:01
Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00
Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. 24. september 2021 11:48
Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir. 2. desember 2020 15:12