Æpandi skortur á pólitískri forystu Kristrún Frostadóttir skrifar 10. apríl 2022 14:31 „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
„Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar