Heimamenn í Herði voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu upp góðu forskoti. Þegar gengið var til búningsherbergja var munurinn orðinn fimm mörk, staðan 14-9 heimamönnum í vil.
Akureyringar minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð sem marka sigur heimamanna, 25-19.
Með sigrinum tryggðu Harðarmenn sér sigur í Grill66-deild karla og þar með farseðilinn í Olís-deildina á næsta tímabili. Liðið endaði með 34 stig í 20 leikjum, einu stigi meira en ÍR-ingar sem höfnuðu í öðru sæti.