Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2022 17:31 Greinin birtist í nafnlausa dálkinum Óðin í apríl árið 2020. Skjáskot Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira