Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2022 12:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa óskað eftir því við sitt nánasta fólk að það keypti ekki í útboði á Íslandsbanka í fyrra. Ekki hafi hvarflað að sér að faðir sinn myndi kaupa í fagfjárfestaútboðinu í síðasta mánuði. Vísir/Einar Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Gagnrýnt hefur verið að faðir fjármálaráðherra, Benedikt Sveinsson, hafi keypt hlut í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins í bankanum. En hann keypti fyrir samtals 55 milljónir króna í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa óskað eftir því við nánustu fjölskyldu sína í fyrra útboði á hlut ríkisisns í bankanum á síðasta ári að fólk keypti ekki hluti. Það hafi því komið sér verulega á óvart að sjá að pabbi sinn var meðal kaupenda í fagfjárfestaútboðinu nú í mars. „Ég talaði við mitt fólk fyrir almenna útboðið á bankanum í fyrra og bað þau um að taka ekki þátt í því. Ég tók sjálfur ekki þátt þá eins fram hefur komið og mæltist með því að aðrir í fj0lskyldunni gerðu það líka. Það hvarflaði ekki að mér að það myndi gerast í þetta skiptið,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort hann sé búinn að heyra í pabba sínum vegna málsins svarar Bjarni. „Hvað heldur þú.“ Bjarni villl ekki tjá sig um hvað þeirra hafi farið á milli, það eigi ekki erindi til fjölmiðla. Aðspurður um hvaða skýringar faðir hans hafi gefið segir Bjarni. „Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Gagnrýnt hefur verið að faðir fjármálaráðherra, Benedikt Sveinsson, hafi keypt hlut í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins í bankanum. En hann keypti fyrir samtals 55 milljónir króna í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa óskað eftir því við nánustu fjölskyldu sína í fyrra útboði á hlut ríkisisns í bankanum á síðasta ári að fólk keypti ekki hluti. Það hafi því komið sér verulega á óvart að sjá að pabbi sinn var meðal kaupenda í fagfjárfestaútboðinu nú í mars. „Ég talaði við mitt fólk fyrir almenna útboðið á bankanum í fyrra og bað þau um að taka ekki þátt í því. Ég tók sjálfur ekki þátt þá eins fram hefur komið og mæltist með því að aðrir í fj0lskyldunni gerðu það líka. Það hvarflaði ekki að mér að það myndi gerast í þetta skiptið,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort hann sé búinn að heyra í pabba sínum vegna málsins svarar Bjarni. „Hvað heldur þú.“ Bjarni villl ekki tjá sig um hvað þeirra hafi farið á milli, það eigi ekki erindi til fjölmiðla. Aðspurður um hvaða skýringar faðir hans hafi gefið segir Bjarni. „Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55