Jakob hóf mál sitt á því að upplýsa þingmenn um það að kvikmyndaleikstjórinn David Linch hafi skrifað bók sem heitir Fiskað í djúpinu. Sem fjallar um ávinning þess að stunda innhverfa íhugun. Jakob sagði að þeir Linch og félagi hans Sigurjón Sighvatsson niðurgreiði námskeið í íhugun.
„Ég hvet alla til að nýta sér þann kost,“ sagði Jakob. Nú væru framundan páskar og dymbilvika, ákjósanlegur tími til slíks. En það gæti orðið þjóðinni til eflingar og opnað vitund um möguleika á tekjuleiðum fyrir ríkissjóð, þjóðinni til farsældar og heilla.
Þá sneri Jakob sér að erindi sínu. Hann sagði að við búum við tvískinnung, við látum líðast að hér séu spilatæki leyfð sum en önnur ekki og hér sé framleitt í miklu magni fíkniefni í fljótandi formi. En bönnum framleiðslu á því sem uppskera má í gróðurhúsum. „Kannabis, en þar er ein mesta aukningin í lyfjaframleiðslu í dag.“
Jakob bað þingmenn að íhuga af fordómaleysi og með opnum huga hvernig notfæra sér megi það til að auka tekjur ríkisins og setja fólkið í forgang.