Benedikt hefur víðtæka þekkingu og reynslu af störfum innan hugbúnaðargeirans. Hann kemur til Póstsins frá fyrirtækinu Exmon Software þar sem hann starfaði sem hugbúnaðarsérfræðingur. Áður starfaði hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Póstinum og gegndi lykilhlutverki í framþróun á stafrænni vegferð fyrirtækisins. Benedikt er með B.Sc. prófi í tölvunarfræði.
„Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki á þeim spennandi tímum sem eru framundan hjá Póstinum. Fyrirtækið er búið að vera á fleygiferð í stafrænni umbreytingu og innleiðingu á nýjum tækni- og hugbúnaðarlausnum, en það eru alltaf tækifæri til að gera enn betur. Það liggja ótal mörg krefjandi og skemmtileg verkefni fyrir sem ég hlakka til að taka þátt í,“ segir Benedikt.
„Það er frábært að fá Benna aftur til liðs við Póstinn. Hann hefur mikla og sérhæfða reynslu og hefur þegar spilað stórt hlutverk á þessari vegferð okkar. Hann heldur áfram að gegna lykilhlutverki í komandi verkefnum. Það er ýmislegt á teikniborðinu hjá okkur sem verður spennandi að takast á við í samstarfi við Benna. Við erum alltaf að þróa og bæta þjónustuna okkar og eigum alveg fullt inni,“ segir Guðjón Ingi Ágústsson, forstöðumaður stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum.