Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. apríl 2022 23:19 Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítala, segir aðstæður þar óviðundandi. Vísir/Vilhelm Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. Umboðsmaður Alþingis birti nýverið skýrslu um aðstæður á bráðageðdeild 32C á Landspítala, þar sem því var meðal annars beint til stjórnvalda að skoða réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi þeirra og að bæta aðbúnað á deildinni. „Það eru ábendingar sem koma frá umboðsmanni sem koma víðar frá, til dæmis varðandi húsnæðismálin, sem er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað með. En okkar hlutverk er að gera eins og umboðsmaður Alþingis, að benda á – þetta eru algjörlega óviðunandi aðstæður, sem okkar notendur þurfa að búa við þegar þeir leggjast inn á sjúkrahúsið,“ segir Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans. Þá hafi ítrekað verið bent á að skýra þurfi lagarammann gagnvart nauðung og þvingandi meðferð. „Við höfum bent á þetta í fjöldamörg ár,“ segir Nanna. Húsnæði bráðageðdeildar var endurnýjað árið 2013 en engu að síður hefur það verið gagnrýnt og ráðgjafi nauðungarvistaða líkti því í fréttum okkar í vikunni við gæsluvarðhaldsgang. „Það er bara svo einfalt að það þarf að byggja upp nýtt geðsjúkrahús.“ Greint var frá því í fréttum okkar í vikunni að ráðgjafar nauðungarvistaðra hafi séð eins marga nauðungarvistaða og þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Nanna segir erfitt að skýra það en að þetta komi oft í bylgjum, ekki síst nú eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Til að mynda hafi gríðarlegt álag verið á bráðamóttöku geðþjónustunnar og met slegið um síðustu helgi. „Svo getur það allt í einu breyst, við bara erum að fylgjast grannt með og skoða hvort þetta sé einhver breyting eða hvort þetta fari aftur í sama horfið og fyrir Covid,“ segir Nanna. Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti nýverið skýrslu um aðstæður á bráðageðdeild 32C á Landspítala, þar sem því var meðal annars beint til stjórnvalda að skoða réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi þeirra og að bæta aðbúnað á deildinni. „Það eru ábendingar sem koma frá umboðsmanni sem koma víðar frá, til dæmis varðandi húsnæðismálin, sem er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað með. En okkar hlutverk er að gera eins og umboðsmaður Alþingis, að benda á – þetta eru algjörlega óviðunandi aðstæður, sem okkar notendur þurfa að búa við þegar þeir leggjast inn á sjúkrahúsið,“ segir Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans. Þá hafi ítrekað verið bent á að skýra þurfi lagarammann gagnvart nauðung og þvingandi meðferð. „Við höfum bent á þetta í fjöldamörg ár,“ segir Nanna. Húsnæði bráðageðdeildar var endurnýjað árið 2013 en engu að síður hefur það verið gagnrýnt og ráðgjafi nauðungarvistaða líkti því í fréttum okkar í vikunni við gæsluvarðhaldsgang. „Það er bara svo einfalt að það þarf að byggja upp nýtt geðsjúkrahús.“ Greint var frá því í fréttum okkar í vikunni að ráðgjafar nauðungarvistaðra hafi séð eins marga nauðungarvistaða og þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Nanna segir erfitt að skýra það en að þetta komi oft í bylgjum, ekki síst nú eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Til að mynda hafi gríðarlegt álag verið á bráðamóttöku geðþjónustunnar og met slegið um síðustu helgi. „Svo getur það allt í einu breyst, við bara erum að fylgjast grannt með og skoða hvort þetta sé einhver breyting eða hvort þetta fari aftur í sama horfið og fyrir Covid,“ segir Nanna.
Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05
Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. 5. apríl 2022 18:35