„Þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2022 16:30 Atli Arnarsson vinnur að sinni fyrstu plötu. Birna Schram Tónlistarmaðurinn Atli Arnarsson gefur út sitt fyrsta tónlistarmyndband í dag við nýtt lag af komandi plötu hans Stígandi. Lagið nefnist Siglandi. Atli vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út síðar á árinu. Tónlistin á plötunni Stígandi er „instrumental“ og byggð á kassagítargrunnum og strengjakvartett. Biðu fimm daga í björgunarbátum Þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk, langt norður í hafi. Í áhöfninni voru tólf menn sem allir náðu að komast í björgunarbáta. Afi Atla er einn þeirra. Mennirnir þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa, nánast án matar og drykkjar, áður en þeir loks fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tímapunkt í ferlinu frá því að Stígandi sigldi af stað frá Ólafsfirði og þangað til áhöfnin bjargaðist. Samhliða tónlistinni hefur Atli unnið sem hljóðmaður og leggur nú stund á nám í hljóðhönnun við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. Klippa: Atli Arnarson - Siglandi Pláss fyrir litlu augnablikin Tónlistarmyndbandið við lagið var tekið upp í Kaupmannahöfn síðast liðinn desember og er leikstýrt af Birnu Ketilsdóttur Schram. Hún starfar sem leikstjóri í Kaupmannahöfn en myndin hennar Brávallagata 12 vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Stockfish í flokki heimildarverka nú á dögunum. Atli ArnarssonBirna Schram Birna segir mjúka og dreymandi tónlist Atla hafa hreyft við sér um leið og hún heyrði hana. „Ég sá strax fyrir mér senur við lagið. Mig langaði að gera myndband sem leikur á andstæður mýktarinnar með myndbandi sem fylgir degi í lífi byggingaverkamanna. Sýna næmni og vináttu í hráu og hörðu umhverfi. Gefa pláss fyrir litlu augnablikin, pásurnar og andardrættina í amstri hversdagsins“. Myndbandið og lagið kom út í dag og er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum og í spilaranum ofar í fréttinni. Tónlist Tengdar fréttir Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Atli vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út síðar á árinu. Tónlistin á plötunni Stígandi er „instrumental“ og byggð á kassagítargrunnum og strengjakvartett. Biðu fimm daga í björgunarbátum Þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk, langt norður í hafi. Í áhöfninni voru tólf menn sem allir náðu að komast í björgunarbáta. Afi Atla er einn þeirra. Mennirnir þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa, nánast án matar og drykkjar, áður en þeir loks fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tímapunkt í ferlinu frá því að Stígandi sigldi af stað frá Ólafsfirði og þangað til áhöfnin bjargaðist. Samhliða tónlistinni hefur Atli unnið sem hljóðmaður og leggur nú stund á nám í hljóðhönnun við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. Klippa: Atli Arnarson - Siglandi Pláss fyrir litlu augnablikin Tónlistarmyndbandið við lagið var tekið upp í Kaupmannahöfn síðast liðinn desember og er leikstýrt af Birnu Ketilsdóttur Schram. Hún starfar sem leikstjóri í Kaupmannahöfn en myndin hennar Brávallagata 12 vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Stockfish í flokki heimildarverka nú á dögunum. Atli ArnarssonBirna Schram Birna segir mjúka og dreymandi tónlist Atla hafa hreyft við sér um leið og hún heyrði hana. „Ég sá strax fyrir mér senur við lagið. Mig langaði að gera myndband sem leikur á andstæður mýktarinnar með myndbandi sem fylgir degi í lífi byggingaverkamanna. Sýna næmni og vináttu í hráu og hörðu umhverfi. Gefa pláss fyrir litlu augnablikin, pásurnar og andardrættina í amstri hversdagsins“. Myndbandið og lagið kom út í dag og er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum og í spilaranum ofar í fréttinni.
Tónlist Tengdar fréttir Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56