Akureyrarbær skilaði óvæntum 752 milljóna afgangi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2022 12:16 Allir flokkar starfa saman í bæjarstjórn á Akureyri. Vísir/Vilhelm Rekstur Akureyrarbæjar gekk mun betur á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir og var samstæða bæjarins rekin með 752 milljóna króna afgangi. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.184 milljarða króna tapi. Rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 milljóna króna rekstrarafgangi. Að sögn bæjarstjórnar eru meginskýringar á bættri afkomu hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir. Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Niðurstaða rekstrar A-hluta, sem inniheldur ekki fjárhagslega sjálfstæð dótturfyrirtæki bæjarins, var jákvæð um 318 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.447 milljónir króna. Sjóðsstreymi batnaði milli ára og nam veltufé frá rekstri samstæðu 3.906 milljónum króna sem var 1.736 milljónum hærra en áætlað var. Árið 2020 var upphæðin 2.312 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 2.748 milljónum í fyrra. Stöðugildum fækkaði Fjöldi stöðugilda hjá bænum var að meðaltali 1.495 á síðasta ári sem er fækkun um 136 frá árinu áður. Fækkun starfsmanna á milli ára er sögð skýrast af því að Akureyrarbær hætti rekstri öldrunarheimilanna vorið 2021. „Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 86% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 85% árið áður. Skuldaviðmið í A-hluta var 61% í árslok en var 62% árið áður,” segir í tilkynningu frá bænum. Auknar langtímaskuldir Afborgun langtímalána nam 1.145 milljónum króna en ný langtímalán samstæðunnar voru 2.000 milljónir. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 703 milljónum og var handbært fé samstæðunnar í árslok 3.215 milljónir króna. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 36.137 milljónum króna en þar af voru skammtímaskuldir 4.935 milljónum króna. Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru 921 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur voru samtals 1.448 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2020 voru skatttekjurnar 876 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.437 þúsund. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 milljóna króna rekstrarafgangi. Að sögn bæjarstjórnar eru meginskýringar á bættri afkomu hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir. Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Niðurstaða rekstrar A-hluta, sem inniheldur ekki fjárhagslega sjálfstæð dótturfyrirtæki bæjarins, var jákvæð um 318 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.447 milljónir króna. Sjóðsstreymi batnaði milli ára og nam veltufé frá rekstri samstæðu 3.906 milljónum króna sem var 1.736 milljónum hærra en áætlað var. Árið 2020 var upphæðin 2.312 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 2.748 milljónum í fyrra. Stöðugildum fækkaði Fjöldi stöðugilda hjá bænum var að meðaltali 1.495 á síðasta ári sem er fækkun um 136 frá árinu áður. Fækkun starfsmanna á milli ára er sögð skýrast af því að Akureyrarbær hætti rekstri öldrunarheimilanna vorið 2021. „Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 86% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 85% árið áður. Skuldaviðmið í A-hluta var 61% í árslok en var 62% árið áður,” segir í tilkynningu frá bænum. Auknar langtímaskuldir Afborgun langtímalána nam 1.145 milljónum króna en ný langtímalán samstæðunnar voru 2.000 milljónir. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 703 milljónum og var handbært fé samstæðunnar í árslok 3.215 milljónir króna. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 36.137 milljónum króna en þar af voru skammtímaskuldir 4.935 milljónum króna. Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru 921 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur voru samtals 1.448 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2020 voru skatttekjurnar 876 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.437 þúsund.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira