Akureyrarbær skilaði óvæntum 752 milljóna afgangi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2022 12:16 Allir flokkar starfa saman í bæjarstjórn á Akureyri. Vísir/Vilhelm Rekstur Akureyrarbæjar gekk mun betur á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir og var samstæða bæjarins rekin með 752 milljóna króna afgangi. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.184 milljarða króna tapi. Rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 milljóna króna rekstrarafgangi. Að sögn bæjarstjórnar eru meginskýringar á bættri afkomu hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir. Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Niðurstaða rekstrar A-hluta, sem inniheldur ekki fjárhagslega sjálfstæð dótturfyrirtæki bæjarins, var jákvæð um 318 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.447 milljónir króna. Sjóðsstreymi batnaði milli ára og nam veltufé frá rekstri samstæðu 3.906 milljónum króna sem var 1.736 milljónum hærra en áætlað var. Árið 2020 var upphæðin 2.312 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 2.748 milljónum í fyrra. Stöðugildum fækkaði Fjöldi stöðugilda hjá bænum var að meðaltali 1.495 á síðasta ári sem er fækkun um 136 frá árinu áður. Fækkun starfsmanna á milli ára er sögð skýrast af því að Akureyrarbær hætti rekstri öldrunarheimilanna vorið 2021. „Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 86% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 85% árið áður. Skuldaviðmið í A-hluta var 61% í árslok en var 62% árið áður,” segir í tilkynningu frá bænum. Auknar langtímaskuldir Afborgun langtímalána nam 1.145 milljónum króna en ný langtímalán samstæðunnar voru 2.000 milljónir. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 703 milljónum og var handbært fé samstæðunnar í árslok 3.215 milljónir króna. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 36.137 milljónum króna en þar af voru skammtímaskuldir 4.935 milljónum króna. Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru 921 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur voru samtals 1.448 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2020 voru skatttekjurnar 876 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.437 þúsund. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 milljóna króna rekstrarafgangi. Að sögn bæjarstjórnar eru meginskýringar á bættri afkomu hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir. Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Niðurstaða rekstrar A-hluta, sem inniheldur ekki fjárhagslega sjálfstæð dótturfyrirtæki bæjarins, var jákvæð um 318 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.447 milljónir króna. Sjóðsstreymi batnaði milli ára og nam veltufé frá rekstri samstæðu 3.906 milljónum króna sem var 1.736 milljónum hærra en áætlað var. Árið 2020 var upphæðin 2.312 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 2.748 milljónum í fyrra. Stöðugildum fækkaði Fjöldi stöðugilda hjá bænum var að meðaltali 1.495 á síðasta ári sem er fækkun um 136 frá árinu áður. Fækkun starfsmanna á milli ára er sögð skýrast af því að Akureyrarbær hætti rekstri öldrunarheimilanna vorið 2021. „Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 86% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 85% árið áður. Skuldaviðmið í A-hluta var 61% í árslok en var 62% árið áður,” segir í tilkynningu frá bænum. Auknar langtímaskuldir Afborgun langtímalána nam 1.145 milljónum króna en ný langtímalán samstæðunnar voru 2.000 milljónir. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 703 milljónum og var handbært fé samstæðunnar í árslok 3.215 milljónir króna. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 36.137 milljónum króna en þar af voru skammtímaskuldir 4.935 milljónum króna. Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru 921 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur voru samtals 1.448 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2020 voru skatttekjurnar 876 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.437 þúsund.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira