Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 17:55 Faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er einn þeirra sem keypti hlut í bankanum. Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. Seldur var 22,5 prósenta hlutur í bankanum í sölunni og keypti Benedikt Sveinsson 0,1042% hlut í bankanum. Útboðið á hlutum í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd. Nú hefur listinn yfir kaupendur verið birtur á vef Stjórnarráðsins og er einkahultafélagið Hafsilfur eitt þeirra. Hafsilfur, sem er alfarið í eigu Benedikts samkvæmt upplýsingum á Creditinfo, keyptu hlut í bankanum fyrir rúmar 54 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, keypti þá 0,5628 prósenta hlut í Íslandsbanka, eða fyrir rúmar 296 milljónir króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Þeir voru seldir fyrir samtals 52,7 milljarða króna. Bjarni óskaði eftir því við Bankasýslu ríkisins, í kjölfar mikillar gagnrýni á ógagnsæi, og óskaði eftir lista yfir þá sem keyptu. Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, lýsti því í viðtali í Dagmálum, spjallþætti Morgunblaðsins, að Bjarni kæmi líklega að lokuðum dyrum. Nú hefur listinn þó verið birtur. Bankasýslan vill ekki birta listann Bankasýslan birti síðdegis í dag bréf til fjármálaráðherra á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að hún hafi leitað lögfræðiráðgjafar um hvort stofnuninni væri heimilt að afhenda eða birta opinberlega upplýsingar um þátttakendur í útboðinu. Bankasýslan leitaði til lögmannastofunnar LOGOS, sem mat það svo að vegna lagaákvæða um þagnarskyldu væri óvarlegt að nafngreina kaupendur í útboðinu án skriflegs samþykkis viðkomandi. Þá hafi Bankasýslan sömuleiðis leitað afstöðu Íslandsbanka í málinu en fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskipti bankans gengdu hlutverki umsjónaraðila og önnuðust um uppgjör viðskiptanna. Bankasýslan hafi sömuleiðis kannað hvort opinber birting þessara upplýsinga um kaupendur, umfram það sem leiðir af lögum, sé í samræmi við venjur og framkvæmd á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í viðskiptum sem þessum. Niðurstaða könnunarinnar væri sú að opinber birting slíkra upplýsinga væri á skjön við viðteknar venjur á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir nýrra hluthafa einkafjárfestar Flestir nýir hluthafar eru einkafjárfestar, eða alls 140 og keyptu þeir samtals fyrir 16,1 milljarð króna í bankanum eða fyrir 30,6 prósent þeirrar fjárhæðar sem greidd var í útboðinu. Þar á eftir koma lífeyrissjóðir, sem voru 23, og greiddu þeir samtals 19,5 milljarða fyrir hluti í bankanum, eða 37,1 prósent þeirrar fjárhæðar sem greidd var. Þar á eftir koma aðrir fjárfestar, sem voru fjórtán, sem keyptu fyrir 3,5 milljarða eða 6,7 prósent, og svo verðbréfasjóðir, sem voru þrettán og keyptu fyrir 5,6 milljarða eða 10,6 prósent. Af fjárfestunum 209 sem keyptu hlut í bankanum voru 190 innlendir og nítján erlendir. Mata-systkinin, Pálmasynir og körfuboltakempan Fannar Ólafsson hluthafar Fjárfestingafélagið Pund, sem er alfarið í eigu Hannesar Hilmarssonar stjórnarformanns Air Atlanta, keypti 0,5126 prósenta hlut í bankanum, eða fyrir tæpar 270 milljónir króna. Félagið Brimgarðar, sem er í eigu Eggerts Árna, Gunnars Þórs, Halldórs Páls og Guðnýjar Eddu Gíslabarna, og Coldrock Investments limited eigenda Mata hf., keypti 0,8977 prósenta hlut í bankanum eða fyrir rúmar 472 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Hof, sem er í eigu bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona, keypti 0,2016 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmar 106 milljónir króna. FÓ Eignarhald, sem er í eigu körfuboltamannsins Fannars Ólafssonar, keypti 0,3417 prósenta hlut í bankanum fyrir tæpar 180 milljónir króna. Einkahlutafélagið Jakob Valgeir ehf. keypti þá hlut í bankanum fyrir tæpan milljarð króna, eða 936 milljónir, og eignaðist þar með 1,7778 prósenta hlut í Ísandsbanka. Björg Hildur Daðadóttir á tæp 69 prósent í félaginu og bæðurnir Guðbjartur og Brynjólfur Flosasynir hin 30 prósentin. Félagið gerir út þrjú skip og rekur fiskvinnslu í Bolungarvík. Listann í heild má sjá í skjalinu hér að neðan. Sömuleiðis má þar finna bréf Bankasýslunnar til fjármálaráðherra og minnisblað LOGOS. Tengd skjöl Fagfjarfestar_utbodPDF472KBSækja skjal Bréf_til_ráðherra_um_áskrifendur_í_útboði_05042022_1108933681PDF330KBSækja skjal 2022_03_28_-_BR_-_minnisblað__LOGOS_lokaeintak_139068639PDF145KBSækja skjal Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Traustið á söluferli Íslandsbanka horfið „Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ 6. apríl 2022 17:00 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Hyggst birta lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ef lög leyfa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög. 6. apríl 2022 07:50 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Seldur var 22,5 prósenta hlutur í bankanum í sölunni og keypti Benedikt Sveinsson 0,1042% hlut í bankanum. Útboðið á hlutum í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd. Nú hefur listinn yfir kaupendur verið birtur á vef Stjórnarráðsins og er einkahultafélagið Hafsilfur eitt þeirra. Hafsilfur, sem er alfarið í eigu Benedikts samkvæmt upplýsingum á Creditinfo, keyptu hlut í bankanum fyrir rúmar 54 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, keypti þá 0,5628 prósenta hlut í Íslandsbanka, eða fyrir rúmar 296 milljónir króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Þeir voru seldir fyrir samtals 52,7 milljarða króna. Bjarni óskaði eftir því við Bankasýslu ríkisins, í kjölfar mikillar gagnrýni á ógagnsæi, og óskaði eftir lista yfir þá sem keyptu. Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, lýsti því í viðtali í Dagmálum, spjallþætti Morgunblaðsins, að Bjarni kæmi líklega að lokuðum dyrum. Nú hefur listinn þó verið birtur. Bankasýslan vill ekki birta listann Bankasýslan birti síðdegis í dag bréf til fjármálaráðherra á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að hún hafi leitað lögfræðiráðgjafar um hvort stofnuninni væri heimilt að afhenda eða birta opinberlega upplýsingar um þátttakendur í útboðinu. Bankasýslan leitaði til lögmannastofunnar LOGOS, sem mat það svo að vegna lagaákvæða um þagnarskyldu væri óvarlegt að nafngreina kaupendur í útboðinu án skriflegs samþykkis viðkomandi. Þá hafi Bankasýslan sömuleiðis leitað afstöðu Íslandsbanka í málinu en fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskipti bankans gengdu hlutverki umsjónaraðila og önnuðust um uppgjör viðskiptanna. Bankasýslan hafi sömuleiðis kannað hvort opinber birting þessara upplýsinga um kaupendur, umfram það sem leiðir af lögum, sé í samræmi við venjur og framkvæmd á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í viðskiptum sem þessum. Niðurstaða könnunarinnar væri sú að opinber birting slíkra upplýsinga væri á skjön við viðteknar venjur á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir nýrra hluthafa einkafjárfestar Flestir nýir hluthafar eru einkafjárfestar, eða alls 140 og keyptu þeir samtals fyrir 16,1 milljarð króna í bankanum eða fyrir 30,6 prósent þeirrar fjárhæðar sem greidd var í útboðinu. Þar á eftir koma lífeyrissjóðir, sem voru 23, og greiddu þeir samtals 19,5 milljarða fyrir hluti í bankanum, eða 37,1 prósent þeirrar fjárhæðar sem greidd var. Þar á eftir koma aðrir fjárfestar, sem voru fjórtán, sem keyptu fyrir 3,5 milljarða eða 6,7 prósent, og svo verðbréfasjóðir, sem voru þrettán og keyptu fyrir 5,6 milljarða eða 10,6 prósent. Af fjárfestunum 209 sem keyptu hlut í bankanum voru 190 innlendir og nítján erlendir. Mata-systkinin, Pálmasynir og körfuboltakempan Fannar Ólafsson hluthafar Fjárfestingafélagið Pund, sem er alfarið í eigu Hannesar Hilmarssonar stjórnarformanns Air Atlanta, keypti 0,5126 prósenta hlut í bankanum, eða fyrir tæpar 270 milljónir króna. Félagið Brimgarðar, sem er í eigu Eggerts Árna, Gunnars Þórs, Halldórs Páls og Guðnýjar Eddu Gíslabarna, og Coldrock Investments limited eigenda Mata hf., keypti 0,8977 prósenta hlut í bankanum eða fyrir rúmar 472 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Hof, sem er í eigu bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona, keypti 0,2016 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmar 106 milljónir króna. FÓ Eignarhald, sem er í eigu körfuboltamannsins Fannars Ólafssonar, keypti 0,3417 prósenta hlut í bankanum fyrir tæpar 180 milljónir króna. Einkahlutafélagið Jakob Valgeir ehf. keypti þá hlut í bankanum fyrir tæpan milljarð króna, eða 936 milljónir, og eignaðist þar með 1,7778 prósenta hlut í Ísandsbanka. Björg Hildur Daðadóttir á tæp 69 prósent í félaginu og bæðurnir Guðbjartur og Brynjólfur Flosasynir hin 30 prósentin. Félagið gerir út þrjú skip og rekur fiskvinnslu í Bolungarvík. Listann í heild má sjá í skjalinu hér að neðan. Sömuleiðis má þar finna bréf Bankasýslunnar til fjármálaráðherra og minnisblað LOGOS. Tengd skjöl Fagfjarfestar_utbodPDF472KBSækja skjal Bréf_til_ráðherra_um_áskrifendur_í_útboði_05042022_1108933681PDF330KBSækja skjal 2022_03_28_-_BR_-_minnisblað__LOGOS_lokaeintak_139068639PDF145KBSækja skjal
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Traustið á söluferli Íslandsbanka horfið „Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ 6. apríl 2022 17:00 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Hyggst birta lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ef lög leyfa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög. 6. apríl 2022 07:50 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Traustið á söluferli Íslandsbanka horfið „Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ 6. apríl 2022 17:00
Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22
Hyggst birta lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ef lög leyfa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög. 6. apríl 2022 07:50