Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2022 21:21 Bílaleigur minnkuðu margar hverjar við sig í heimsfaraldrinum en eru aftur farnar að bæta í. Vísir/Vilhelm Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. „Já, ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér. Við sjáum að núna, frá því að höftin voru leyst á ferðir á milli landa um miðjan febrúar eða svo, að þá tók þetta nokkuð við sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Hann bendir á að bókunarstaða hótela um páskana sé nú í kringum 50 prósent en sé strax komin upp í um 70 prósent yfir sumarmánuðina, sem teljist mjög gott. „Fólk er farið að bóka ferðir með styttri fyrirvara heldur en áður, þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að það verði ágæt bókunarstaða hér í sumar.“ Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu.Vísir/Egill Þá er bjart yfir hjá bílaleigum og það má glögglega sjá þegar rýnt er í tölur frá Bílgreinasambandinu, en það sem af er ári hafa bílaleigur keypt 1030 nýja fólksbíla, borið saman við 300 allt árið í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra minnkuðu við sig í faraldrinum. „Síðustu vikur hafa verið annasamar og við erum í raun bara að setja allt á flug eftir covid,“ segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu. „Það er mikið að gera um páskana og það verður mikið að gera í sumar, það er alveg ljóst,“ bætir Kristján við. Marianna og Bogdan eru á sínu fyrsta ferðalagi eftir heimsfaraldurinn, en Bogdan fékk ferðina í afmælisgjöf frá sinni heittelskuðu. Þau segja Ísland að öllu leyti fullkomið, að vindinum undanskildum.Vísir/Egill Jóhannes Þór tekur undir að bjartir tímar séu fram undan í ferðaþjónustu og spáir því að ferðamannastraumurinn komist í eðlilegt horf eftir um tvö ár og verði þá í kringum 1,8 milljónir á ári. Bílar Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
„Já, ferðamannastraumurinn er farinn að taka við sér. Við sjáum að núna, frá því að höftin voru leyst á ferðir á milli landa um miðjan febrúar eða svo, að þá tók þetta nokkuð við sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Hann bendir á að bókunarstaða hótela um páskana sé nú í kringum 50 prósent en sé strax komin upp í um 70 prósent yfir sumarmánuðina, sem teljist mjög gott. „Fólk er farið að bóka ferðir með styttri fyrirvara heldur en áður, þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að það verði ágæt bókunarstaða hér í sumar.“ Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu.Vísir/Egill Þá er bjart yfir hjá bílaleigum og það má glögglega sjá þegar rýnt er í tölur frá Bílgreinasambandinu, en það sem af er ári hafa bílaleigur keypt 1030 nýja fólksbíla, borið saman við 300 allt árið í fyrra. Þess ber þó að geta að margar þeirra minnkuðu við sig í faraldrinum. „Síðustu vikur hafa verið annasamar og við erum í raun bara að setja allt á flug eftir covid,“ segir Kristján Bergmann Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Hertz bílaleigu. „Það er mikið að gera um páskana og það verður mikið að gera í sumar, það er alveg ljóst,“ bætir Kristján við. Marianna og Bogdan eru á sínu fyrsta ferðalagi eftir heimsfaraldurinn, en Bogdan fékk ferðina í afmælisgjöf frá sinni heittelskuðu. Þau segja Ísland að öllu leyti fullkomið, að vindinum undanskildum.Vísir/Egill Jóhannes Þór tekur undir að bjartir tímar séu fram undan í ferðaþjónustu og spáir því að ferðamannastraumurinn komist í eðlilegt horf eftir um tvö ár og verði þá í kringum 1,8 milljónir á ári.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira