Tóbaksframleiðandi telur bragðbannið grafa undan lýðheilsu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 17:27 Tóbaksframleiðandi telur fyrirhugað bragðbann stjórnvalda á nikótínvörum ekki þjóna tilgangi sínum. Getty Tóbakframleiðandinn British American Tobacco Denmark telur fyrirhugað bragðbann á nikótínvörum hér á landi grafa undan lýðheilsumarkmiðum frekar en að efla þau. Þá kallar hann eftir því að styrkleikaþak verði endurskoðað. British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01