Ákvörðunin „stór og rétt“ Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spyr hvers vegna stjórnvöld senda ekki sendiherra Rússa úr landi. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir. Framferði Rússa í Bútsja hefur verið lýst sem hreinum og klárum stríðsglæpum og viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa. Ítalir, Danir, Svíar, Spánverjar og Slóvenar, svo einhverjar Evrópuþjóðir séu nefndar, hafa vísað tugum rússneskra sendiráðsstarfsmanna úr landi á undanförnum dögum. Talsmenn Rússa hafa sagt þær ákvarðanir allar til marks um skammsýni, enda geri þær samskiptin bara erfiðari. Utanríkisráðherra segir að Íslendingar séu, í takt við aðrar þjóðir, komnir skrefinu nær því að senda starfsmenn Rússa úr landi. Það er vitað mál að starfsmenn rússneskra stjórnvalda eru iðnir við að afla upplýsinga um Íslendinga, sem svo gagnast Rússum. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað stíga skrefið enn þá. „Það er hreyfing á þessu að ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breytast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þingmaður Viðreisnar vill að gengið sé lengra og spyr hvers vegna rússneska sendiherranum sé ekki vísað úr landi. „Já, það gæti þýtt að diplómatar Íslands í Rússlandi verði þá líka reknir heim. En forseti, það er í samhengi hlutanna þolanlegt. Ég stend ekki hér og tala fyrir því að senda starfsmenn rússneska sendiráðsins úr landi vegna þess að ég skilji ekki að það er stór ákvörðun. Ég geri það einmitt vegna þess að ég skil hversu stór sú ákvörðun er. Hún stór og hún er rétt,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Utanríkismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Framferði Rússa í Bútsja hefur verið lýst sem hreinum og klárum stríðsglæpum og viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa. Ítalir, Danir, Svíar, Spánverjar og Slóvenar, svo einhverjar Evrópuþjóðir séu nefndar, hafa vísað tugum rússneskra sendiráðsstarfsmanna úr landi á undanförnum dögum. Talsmenn Rússa hafa sagt þær ákvarðanir allar til marks um skammsýni, enda geri þær samskiptin bara erfiðari. Utanríkisráðherra segir að Íslendingar séu, í takt við aðrar þjóðir, komnir skrefinu nær því að senda starfsmenn Rússa úr landi. Það er vitað mál að starfsmenn rússneskra stjórnvalda eru iðnir við að afla upplýsinga um Íslendinga, sem svo gagnast Rússum. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað stíga skrefið enn þá. „Það er hreyfing á þessu að ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breytast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þingmaður Viðreisnar vill að gengið sé lengra og spyr hvers vegna rússneska sendiherranum sé ekki vísað úr landi. „Já, það gæti þýtt að diplómatar Íslands í Rússlandi verði þá líka reknir heim. En forseti, það er í samhengi hlutanna þolanlegt. Ég stend ekki hér og tala fyrir því að senda starfsmenn rússneska sendiráðsins úr landi vegna þess að ég skilji ekki að það er stór ákvörðun. Ég geri það einmitt vegna þess að ég skil hversu stór sú ákvörðun er. Hún stór og hún er rétt,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Utanríkismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55