Sameining Sölvi Breiðfjörð skrifar 6. apríl 2022 12:00 Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Það eru eflaust margir sem telja mig galinn að fara út í þessa umræðu þar sem fólk þarf oftast að vera svo fastheldið á sitt bæjarfélag og það kemur ekkert annað til greina en að þeirra bæjarfélag verði eins og það hefur alltaf verið. Það er eins og margir haldi að með sameiningu hverfi bæjarfélagið þeirra, eins og samfélagið þurrkist upp og hverfi...... það er nú ekki svo, við munum enn búa á sama stað, með sömu nágrannana, skólann, leikskólann og svo má lengi telja, þetta verður allt þarna áfram. Nú hefur undirritaður búið í þremur af þessum bæjarfélögum, Reykjavík frá 1970 – 1990 og svo í Kópavogi, hafnarfyrði og svo aftur í Reykjavík frá 2015 til dagsins í dag. Mér hefur liðið vél á öllum stöðunum en vissulega eru miklar breytingar á útgjöldum eins og fasteignagjöld, sorphirðan, hiti, vatn, þjónusta við fatlaða, snjómokstur, skólagjöld og svo framvegis. Þessir hlutir eru svosem breytilegir og við sameiningu getum við lagað þetta allt til muna svo að allir geta notið góðs af og setið við sama borð. Það er margt sem breytist en bæjarfélögin munu áfram líta eins út og áður og myndu jú breytast úr því að vera bæjarfélag yfir í að verða stórborg með mörgum hverfum og úthverfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stór ákvörðun en alls ekki galin. Þetta er ekkert öðruvísi en sameining smærri sveitarfélaga úti á landi sem svo margir hafa talað um. Það er einmitt verið að sameina þau til að ná hagræðingu í rekstri sem og til að bæta alla almenna félagsþjónustu. Markmið sameiningar er að ná hagræðingu í rekstri og geta boði betri félagslegri þjónustu sem og fleira. Ávinningur sameiningar er meiri hagræðing: Yfirbyggingin minkar og þar af leiðandi minni launakostnaður og launatengd gjöld til Borgarstjórnar/Bæjarstjórnar. Allur almennur rekstur lækkar. Betri þjónusta við fatlaða. Mikil hagræðing í rekstri leikskóla sem og grunnskóla. Í þessum málum er hagstæðara að vera með eina stórborg en margar litlar einingar. Reykjavík er og verður höfuðborg Íslands og ef við horfum á þetta úr lofti, þá sjáið þið öll þessi bæjarfélög saman í einni þéttri byggð. Væri ekki bara fínt að sameina þetta í eina stóra Reykjavík með aðeins stærri borgarstjórn. Þá myndum við sameina yfirbyggingu allra fimm bæjarfélagana í eina Borgarstjórn. Yfirbyggingin myndi minka umtalsvert. Á heildina litið held ég að ávinningurinn væri mun meiri en minni og því hvet ég ríkið til að stuðla að sameiningu bæjarfélagana við Borgina. Ég þykist vita að viðræður kæmu líklega aldrei frá bæjarfélögunum þar sem það vill enginn missa spón úr aski sínum og missa jafnvel starfið sem þeir eru í. En það þarf að horfa á heildarmyndina í þessu samhengi og láta hagsmuni fárra aðila víkja fyrir stærri. Takk kærlega fyrir að lesa og ég vil benda á að ég er enginn sérfræðingur og þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér en svona sé ég þetta og væri gaman að vita hvort einhverjir væru á sama máli. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Það eru eflaust margir sem telja mig galinn að fara út í þessa umræðu þar sem fólk þarf oftast að vera svo fastheldið á sitt bæjarfélag og það kemur ekkert annað til greina en að þeirra bæjarfélag verði eins og það hefur alltaf verið. Það er eins og margir haldi að með sameiningu hverfi bæjarfélagið þeirra, eins og samfélagið þurrkist upp og hverfi...... það er nú ekki svo, við munum enn búa á sama stað, með sömu nágrannana, skólann, leikskólann og svo má lengi telja, þetta verður allt þarna áfram. Nú hefur undirritaður búið í þremur af þessum bæjarfélögum, Reykjavík frá 1970 – 1990 og svo í Kópavogi, hafnarfyrði og svo aftur í Reykjavík frá 2015 til dagsins í dag. Mér hefur liðið vél á öllum stöðunum en vissulega eru miklar breytingar á útgjöldum eins og fasteignagjöld, sorphirðan, hiti, vatn, þjónusta við fatlaða, snjómokstur, skólagjöld og svo framvegis. Þessir hlutir eru svosem breytilegir og við sameiningu getum við lagað þetta allt til muna svo að allir geta notið góðs af og setið við sama borð. Það er margt sem breytist en bæjarfélögin munu áfram líta eins út og áður og myndu jú breytast úr því að vera bæjarfélag yfir í að verða stórborg með mörgum hverfum og úthverfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stór ákvörðun en alls ekki galin. Þetta er ekkert öðruvísi en sameining smærri sveitarfélaga úti á landi sem svo margir hafa talað um. Það er einmitt verið að sameina þau til að ná hagræðingu í rekstri sem og til að bæta alla almenna félagsþjónustu. Markmið sameiningar er að ná hagræðingu í rekstri og geta boði betri félagslegri þjónustu sem og fleira. Ávinningur sameiningar er meiri hagræðing: Yfirbyggingin minkar og þar af leiðandi minni launakostnaður og launatengd gjöld til Borgarstjórnar/Bæjarstjórnar. Allur almennur rekstur lækkar. Betri þjónusta við fatlaða. Mikil hagræðing í rekstri leikskóla sem og grunnskóla. Í þessum málum er hagstæðara að vera með eina stórborg en margar litlar einingar. Reykjavík er og verður höfuðborg Íslands og ef við horfum á þetta úr lofti, þá sjáið þið öll þessi bæjarfélög saman í einni þéttri byggð. Væri ekki bara fínt að sameina þetta í eina stóra Reykjavík með aðeins stærri borgarstjórn. Þá myndum við sameina yfirbyggingu allra fimm bæjarfélagana í eina Borgarstjórn. Yfirbyggingin myndi minka umtalsvert. Á heildina litið held ég að ávinningurinn væri mun meiri en minni og því hvet ég ríkið til að stuðla að sameiningu bæjarfélagana við Borgina. Ég þykist vita að viðræður kæmu líklega aldrei frá bæjarfélögunum þar sem það vill enginn missa spón úr aski sínum og missa jafnvel starfið sem þeir eru í. En það þarf að horfa á heildarmyndina í þessu samhengi og láta hagsmuni fárra aðila víkja fyrir stærri. Takk kærlega fyrir að lesa og ég vil benda á að ég er enginn sérfræðingur og þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér en svona sé ég þetta og væri gaman að vita hvort einhverjir væru á sama máli. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar