Fram kemur í tilkynningu frá Miðflokknum að Karen hafi mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og meðal annars verið formaður velferðarráðs, formaður lista- og menningarráðs, formaður öldungaráðs og setið í stjórn Strætó og stjórn jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Karen er með BA í sálfræði og MA í mannauðsstjórnun og starfar sem skrifstofustjóri. Karen á tvær dætur, Júlíu 21. árs laganema og Elísu 16 ára framhaldsskólanema.