Borgarstjóri lofar einni til tveimur Vínbúðum í miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 10:54 Borgarstjóri fullyrðir að Vínbúðin í Austurstræti verði áfram. Hverfi hún verði opnaðar tvær nýjar minni verslanir í staðinn. Vísir/Kolbeinn Tumi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fullyrðir að áfram verði verslun á vegum ÁTVR í miðborg Reykjavíkur. Vínbúðinni í Austurstræti verði ekki lokað nema ein til tvær aðrar minni verslanir hafi verið opnaðar í miðbænum. Dagur greinir frá þessu á Twitter í aðdraganda opins íbúafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. „Töluverð umræða skapaðist eftir að ÁTVR augýsti eftir nýju húsnæði á miðborgarsvæðinu og kynnt var að staðsetning á Grandanum væri metin álitlegust út frá gefnum forsendum, m.a. um stóra verslun. Fjölmargir bentu á að það þyrfti verslun í miðborginni áfram ef þetta yrði,“ segir borgarstjóri. Fjölmargir voru afar ósáttir við að ekki yrði lengur Vínbúð í göngufæri fyrir íbúa miðbæjarins. Þá var fjallað um viðbrögð miðborgarbúa á Vísi þegar nýja staðsetningin var kynnt í nóvember „Á fundi með forstjóra ÁTVR handsöluðum við að búðin í Austurstræti myndi ekki loka þrátt fyrir að samningar næðust á Grandanum. Upplýsti hann að ef Austurstrætinu yrði lokað yrði auglýst eftir 1-2 vel staðsettum en minni verslunum á miðborgarsvæðinu til að koma í staðinn.“ Dagur er ánægður með niðurstöðuna og segist vel geta séð fyrir sér tvær minnir verslanir. Hann er með mögulega staðsetningu í huga. „Önnur á svæðinu Lækjartorg/Hafnartorg og hin á Hlemmsvæðinu sem myndi koma til móts við þann stóra fjölda fólks sem býr og vinnur á þessu svæði eða er þar sem ferðamenn.“ Það verður áfram verslun ÁTVR í miðborginni - í auðveldu göngufæri, jafnvel tvær. Þetta varð ljóst á fundi mínum með forstjóra ÁTRV. Fer yfir þessi mál og fleiri á opnum íbúafundi í miðborginni í kvöld í ráðhúsinu. En sjálfsagt að rekja aðeins aðdragandann og umræðuna. 1/— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) April 6, 2022 Áfengi og tóbak Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Ný staðsetning Vínbúðarinnar í miðbæ vekur hörð viðbrögð Búið er að velja nýja staðsetningu fyrir Vínbúðina í miðborg Reykjavíkur. Fiskislóð 10 eru eina staðsetningin sem kemur til greina miðað við auglýsingu. 26. nóvember 2021 14:58 Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Dagur greinir frá þessu á Twitter í aðdraganda opins íbúafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. „Töluverð umræða skapaðist eftir að ÁTVR augýsti eftir nýju húsnæði á miðborgarsvæðinu og kynnt var að staðsetning á Grandanum væri metin álitlegust út frá gefnum forsendum, m.a. um stóra verslun. Fjölmargir bentu á að það þyrfti verslun í miðborginni áfram ef þetta yrði,“ segir borgarstjóri. Fjölmargir voru afar ósáttir við að ekki yrði lengur Vínbúð í göngufæri fyrir íbúa miðbæjarins. Þá var fjallað um viðbrögð miðborgarbúa á Vísi þegar nýja staðsetningin var kynnt í nóvember „Á fundi með forstjóra ÁTVR handsöluðum við að búðin í Austurstræti myndi ekki loka þrátt fyrir að samningar næðust á Grandanum. Upplýsti hann að ef Austurstrætinu yrði lokað yrði auglýst eftir 1-2 vel staðsettum en minni verslunum á miðborgarsvæðinu til að koma í staðinn.“ Dagur er ánægður með niðurstöðuna og segist vel geta séð fyrir sér tvær minnir verslanir. Hann er með mögulega staðsetningu í huga. „Önnur á svæðinu Lækjartorg/Hafnartorg og hin á Hlemmsvæðinu sem myndi koma til móts við þann stóra fjölda fólks sem býr og vinnur á þessu svæði eða er þar sem ferðamenn.“ Það verður áfram verslun ÁTVR í miðborginni - í auðveldu göngufæri, jafnvel tvær. Þetta varð ljóst á fundi mínum með forstjóra ÁTRV. Fer yfir þessi mál og fleiri á opnum íbúafundi í miðborginni í kvöld í ráðhúsinu. En sjálfsagt að rekja aðeins aðdragandann og umræðuna. 1/— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) April 6, 2022
Áfengi og tóbak Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Ný staðsetning Vínbúðarinnar í miðbæ vekur hörð viðbrögð Búið er að velja nýja staðsetningu fyrir Vínbúðina í miðborg Reykjavíkur. Fiskislóð 10 eru eina staðsetningin sem kemur til greina miðað við auglýsingu. 26. nóvember 2021 14:58 Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Ný staðsetning Vínbúðarinnar í miðbæ vekur hörð viðbrögð Búið er að velja nýja staðsetningu fyrir Vínbúðina í miðborg Reykjavíkur. Fiskislóð 10 eru eina staðsetningin sem kemur til greina miðað við auglýsingu. 26. nóvember 2021 14:58
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25