Ballmer er ríkari en næsti maður á listanum sem er Indverjinn Mukesh Ambani sem á indverska fótboltafélagið Mumbai Indians. Þriðji er síðan Frakkinn François Pinault sem hefur átt franska fótboltafélagið Rennes frá árinu 1998.
As of March, when Forbes locked in net worths for the 2022 World s Billionaires list, Los Angeles Clippers owner Steve Ballmer had reclaimed his title as the richest sports team owner on earth. https://t.co/DD6t8rMf21 #ForbesBillionaires pic.twitter.com/jMtxN6cKpX
— Forbes (@Forbes) April 5, 2022
Ballmer eignaðist Clippers liðið árið 2014 og borgaði fyrir félagið það næstmesta sem einhver hafði borgað fyrir íþróttafélag. Ballmer er talinn vera áttundi ríkasti maður heims en hann hagnaðist mikið á Microsoft þar sem hann var í forystuhlutverki frá 2000 til 2014.
Ballmer hefur mikinn áhuga á Clippers liðinu og oft áberandi á leikjum liðsins. Það hefur síðan gengið lítið sem ekkert síðan að hann eignaðist félagið miðað við þær væntingar sem gerðar hafa verið til liðsins.
Clippers fór þó alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrra en tapaði þar fyrir Phoenix Suns. Í vetur hafa stórstjörnur liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, verið mikið meiddir og óvíst hvort að Leonard verði nokkuð með.
Clippers hefur aldrei unnið NBA-titilinn og í raun aldrei komist í lokaúrslitin. Ballmer er tilbúinn að eyða í félagið og hefur lofað að fara með liðið í nýja höll í Inglewood fyrir árið 2024.
Í fjórða sæti listans er Dietrich Mateschitz sem á New York Red Bulls, Red Bull Racing og RB Leipzig. Fimmti er síðan Daniel Gilbert sem er eigandi NBA-félagsins Cleveland Cavaliers.
Í sjöunda sæti er ríkasti eigandi hafnarboltafélags (Steve Cohen sem á New York Mets) og næstu á eftir honum er ríkasti eigandi félags í NFL-deildinni sem er David Tepper, eigandi Carolina Panthers.
2022's Richest Sports Owners, per @Forbes:
— Front Office Sports (@FOS) April 5, 2022
1 Steve Ballmer, $91.4B
2 Mukesh Ambani, $91B
3 François Pinault, $41B
4 D. Mateschitz, $27.4B
5 Dan Gilbert, $22B
6 Masayoshi Son, $21B
7 Steve Cohen, $17.4B
8 David Tepper, $17B
9 Robert Pera, $14.6B
Philip Anschutz, $11B pic.twitter.com/QBE5Ri4qhy