Vilja til Rússlands en flykkjast til Íslands í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 21:01 Laxveiðisumarið fer senn að hefjast á Íslandi. Vorveiði í sjóbirting er þegar komin á fullt. vísir/Jóhann K Ísland er orðið eftirsóttasta laxveiðilandið nú þegar erfitt er að komast til Rússlands að veiða. Það stefnir allt í gott laxveiðisumar í ár. Vorveiðin er komin á fullt og keppast veiðimenn nú við að slíta sjóbirting upp úr ám landsins. „Þetta er allt að byrja. Ég meina menn byrjuðu núna 1. apríl og það byrjaði bara ágætlega í sjóbirtingi víða. Og tíðarfarið gott,“ segir Þröstur Elliðason, eigandi Veiðiþjónustunnar Strengja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið upp á marga fiska í laxveiðinni - bókstaflega. En Þröstur segir horfurnar betri nú. Það stefnir allt í gott laxveiðiár. Að minnsta kosti virðist þetta vera árið þar sem óhætt er að seigja að Ísland er eftirsóttasti kosturinn fyrir laxveiðimenn. „Ég held að það sé nokkuð líklegt. Allavega á meðan staðan er svona í Rússlandi,“ segir Þröstur. Ekki um auðugan garð að gresja Salan á veiðileyfum gengur ansi vel hjá flestum leigutökum og nú eru hópar erlendra veiðimanna sem fara venjulega til Rússlands að veiða farnir að bóka veiði á Íslandi. „Já, já, það er eitthvað um það. Þetta er svona rétt að byrja. Við erum aðeins varir við það. Mér heyrist svona á aðilum þarna úti í Rússlandi að þeir hafa hangið í að halda hugsanlegum möguleika opnum en mér skilst að þetta sé nú allt að loka hvað úr hverju þarna uppi í Rússlandi,“ segir Þröstur. Þröstur Elliðason segir Íslendingum hafi fjölgað í laxveiðinni á síðustu árum.vísir/sigurjón Allt stefnir í það að laxveiðiárnar í Rússlandi loki í sumar fyrir ferðamenn frá hinum ýmsu þjóðum. „Og þá er ekkert um auðugan garð að gresja. Ísland og Kólaskagi í Rússlandi hafa verið bestu laxveiðisvæðin. Noregur, Skotland og Kanada... veiðin hefur ekki verið mjög góð þar,“ segir Þröstur. Og aðsóknin virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni því til viðbótar við erlenda veiðimenn er auðvitað mikill fjöldi íslenskra veiðimanna. Vinsældir laxveiði hafa nefnilega aukist mjög á Íslandi á allra síðustu árum. „Það má segja að við Covidið hafi margir ekki farið út fyrir landsteina og leitað hérna að afþreyingu innanlands og sú afþreying hefur verið þar á meðal í stangveiðinni. Og við höfum fundið það,“ segir Þröstur. Rússland Stangveiði Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Vorveiðin er komin á fullt og keppast veiðimenn nú við að slíta sjóbirting upp úr ám landsins. „Þetta er allt að byrja. Ég meina menn byrjuðu núna 1. apríl og það byrjaði bara ágætlega í sjóbirtingi víða. Og tíðarfarið gott,“ segir Þröstur Elliðason, eigandi Veiðiþjónustunnar Strengja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið upp á marga fiska í laxveiðinni - bókstaflega. En Þröstur segir horfurnar betri nú. Það stefnir allt í gott laxveiðiár. Að minnsta kosti virðist þetta vera árið þar sem óhætt er að seigja að Ísland er eftirsóttasti kosturinn fyrir laxveiðimenn. „Ég held að það sé nokkuð líklegt. Allavega á meðan staðan er svona í Rússlandi,“ segir Þröstur. Ekki um auðugan garð að gresja Salan á veiðileyfum gengur ansi vel hjá flestum leigutökum og nú eru hópar erlendra veiðimanna sem fara venjulega til Rússlands að veiða farnir að bóka veiði á Íslandi. „Já, já, það er eitthvað um það. Þetta er svona rétt að byrja. Við erum aðeins varir við það. Mér heyrist svona á aðilum þarna úti í Rússlandi að þeir hafa hangið í að halda hugsanlegum möguleika opnum en mér skilst að þetta sé nú allt að loka hvað úr hverju þarna uppi í Rússlandi,“ segir Þröstur. Þröstur Elliðason segir Íslendingum hafi fjölgað í laxveiðinni á síðustu árum.vísir/sigurjón Allt stefnir í það að laxveiðiárnar í Rússlandi loki í sumar fyrir ferðamenn frá hinum ýmsu þjóðum. „Og þá er ekkert um auðugan garð að gresja. Ísland og Kólaskagi í Rússlandi hafa verið bestu laxveiðisvæðin. Noregur, Skotland og Kanada... veiðin hefur ekki verið mjög góð þar,“ segir Þröstur. Og aðsóknin virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni því til viðbótar við erlenda veiðimenn er auðvitað mikill fjöldi íslenskra veiðimanna. Vinsældir laxveiði hafa nefnilega aukist mjög á Íslandi á allra síðustu árum. „Það má segja að við Covidið hafi margir ekki farið út fyrir landsteina og leitað hérna að afþreyingu innanlands og sú afþreying hefur verið þar á meðal í stangveiðinni. Og við höfum fundið það,“ segir Þröstur.
Rússland Stangveiði Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir