Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2022 15:54 Páll Vilhjálmsson, Petrún Björg Jónsdóttir og Kristinn Þorsteinsson eru öll samstíga í því að vera brosandi á starfsmannasíðu FG þar sem þessar myndir birtast. Óhætt er að segja að Páll gangi í öðrum takti hvað ýmis samfélagsmál ræði, til dæmis málefni hinsegin fólks. FG Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. Páll hefur kennt við skólann um árabil og samhliða verið virkur í skrifum sínum á Moggablogginu. Skrif hans hafa í gegnum tíðina þótt umdeild en ritsjórar Morgunblaðsins, Haraldur Johannesen og Davíð Oddsson, hafa endurtekið tekið skrif Páls upp og birt í Staksteinum Morgunblaðsins. Á annan tug kvartana bárust skólameistara FG í október eftir bloggfærslu Páls sem sneri að fréttamanninum Helga Seljan. Fullyrti Páll að fréttaflutningur Helga væri ómarktækur af þeirri ástæðu að Helgi hefði greint frá því að hafa farið á geðdeild. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi loguðu í kjölfarið. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson skólastjóri við það tilefni. Síðan eru liðnir sex mánuðir. Páll hefur skrifað fleiri pistla og einn nýlegur sneri að hinsegin fólki. „Konur, trans og raun“ var yfirskrift pistilsins þar sem Páll fjallaði með sínum hætti um hinsegin fólk. „Veikara kynið sækist í auknum mæli eftir aðild að valdastéttinni, nær sér í viðskeytið trans og gerist kona. Þótt konum sé frjálst að verða transkarlar eru þær heldur fáar kjósa það hlutskipti. Eðlilega, þær segðu sig þar með frá forréttindum kvenna. Transkonur eru með líkamsmassa karla og geta hæglega útrýmt raunkonum í íþróttum, ákveði nógu margir karlar að gerast konur. Íþróttir verða kynlausar,“ var meðal þess sem Páll skrifaði í pistli sínum. Kristinn skólastjóri staðfestir í samtali við Vísi að tvö erindi hafi borist vegna pistilsins sem var lagður fyrir skólanefnd í dag. Annars frá heilsunefnd skólans, þar sem bloggskrifunum var mótmælt, og hins vegar frá þrjátíu starfsmönnum og kennurum við skólann. Þar sé fyrrnefndur pistill Páls fordæmdur. „Ég skil starfsmenn á þann hátt að þeir vilji leggja áherslu á að þeir eru ósammála bloggskrifum Páls og vilja ekki að skólinn sé dæmdur af þeim skrifum. Aðrir starfsmenn skólans fordæma þessi skrif,“ segir Kristinn. Skólinn hafi lagt áherslu á frjálslyndi, vilji vera staður fyrir alla nemendur og starfsfólki finnist þetta ekki í takti við þau gildi. Óheppilegt fyrir skólann en virða þurfi tjáningarfrelsið „Ég legg áherslu á að skólinn er á allt öðrum stað en Páll í umræðu um trans fólk. Þetta er óheppilegt fyrir skólann,“ segir Kristinn. Á sama tíma viðurkennir hann fúslega rétt Páls til tjáningar, hann sé mjög ríkur og ekki standi til að takmarka hann. „Að sama skapi er mér fullfrjálst að segja að þetta sé óheppilegt fyrir skólann og valdi honum tjóni,“ segir Kristinn. Hann hafi rætt við Pál oftar en einu sinni, nú síðast um erindið frá starfsfólki. „Ég sagði honum að ég væri ósammála þessum skrifum. Þetta valdi okkur tjóni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég ræði við Pál og eflaust ekki það síðasta.“ Fjölbreytileikinn númer eitt Petrún Björg Jónsdóttir, kennari við FG, er hinsegin fulltrúi skólans og segist hafa verið ein þeirra sem stóð fyrir undirskriftarsöfnuninni. Henni hafi runnið blóðið til skyldunnar, sem starfsmaður skólans og femínisti. „Kannski til að halda á lofti aðalsmerki skólans sem hefur alltaf verið fjölbreytileiki án fordóma,“ segir Petrún Björg. Það sé erfitt að halda því merki á lofti þegar það logi alltaf eldur frá einum starfsmanni skólans. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ stendur fyrir fjölbreytileika að sögn skólastjóra og meirihluta kennara. Vísir/vilhelm Meirihluti kennara hafi skrifað undir. Hún hafi í raun ekki haft tíma til að elta þá alla uppi. „Við erum bara að láta skólameistarann vita að þetta snerti okkur. Sérstaklega gagnvart nemendum okkar. Sem hinsegin fulltrúi verð ég að taka afstöðu með þeim.“ Hún segist svo sem ekkert vita hvað fram fari í kennslustofum. „Vonandi allt annað en þetta.“ Nemendur verði varir við skrifin Hún segist vinna með ungu fólki af ólíkum kynjum í hinsegin félagi skólans. Þar séu krakkar með persónufornöfnin hann, hún og hán. Þau séu nokkuð mörg með kynhlutlausa persónufornafnið hán. Nemendurnir taki eftir og finni fyrir skrifum Páls. „Algjörlega, það er alveg á hreinu. Mér finnst það hafa verið óþægilegt undanfarið. Það er sama hvar þú talar um þennan skóla. Þetta er haft á orði.“ Það sé hennar upplifun að skrif Páls hafi svert ímynd skólans. Þá hafi skrifin haft slæm áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. En hvað gerist næst? „Við höfum ekkert að gera með framhaldið. Það þurfti bara að koma þessu á blað,“ segir Petrún. Kristinn skólastjóri talar á svipuðum nótum. Hans samtöl við Pál muni halda áfram. Garðabær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hinsegin Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14 Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ Skólanefndarmaður telur ekki boðlegt að hann sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum vegna skrifa hans á netinu. 11. júní 2015 13:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Páll hefur kennt við skólann um árabil og samhliða verið virkur í skrifum sínum á Moggablogginu. Skrif hans hafa í gegnum tíðina þótt umdeild en ritsjórar Morgunblaðsins, Haraldur Johannesen og Davíð Oddsson, hafa endurtekið tekið skrif Páls upp og birt í Staksteinum Morgunblaðsins. Á annan tug kvartana bárust skólameistara FG í október eftir bloggfærslu Páls sem sneri að fréttamanninum Helga Seljan. Fullyrti Páll að fréttaflutningur Helga væri ómarktækur af þeirri ástæðu að Helgi hefði greint frá því að hafa farið á geðdeild. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi loguðu í kjölfarið. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson skólastjóri við það tilefni. Síðan eru liðnir sex mánuðir. Páll hefur skrifað fleiri pistla og einn nýlegur sneri að hinsegin fólki. „Konur, trans og raun“ var yfirskrift pistilsins þar sem Páll fjallaði með sínum hætti um hinsegin fólk. „Veikara kynið sækist í auknum mæli eftir aðild að valdastéttinni, nær sér í viðskeytið trans og gerist kona. Þótt konum sé frjálst að verða transkarlar eru þær heldur fáar kjósa það hlutskipti. Eðlilega, þær segðu sig þar með frá forréttindum kvenna. Transkonur eru með líkamsmassa karla og geta hæglega útrýmt raunkonum í íþróttum, ákveði nógu margir karlar að gerast konur. Íþróttir verða kynlausar,“ var meðal þess sem Páll skrifaði í pistli sínum. Kristinn skólastjóri staðfestir í samtali við Vísi að tvö erindi hafi borist vegna pistilsins sem var lagður fyrir skólanefnd í dag. Annars frá heilsunefnd skólans, þar sem bloggskrifunum var mótmælt, og hins vegar frá þrjátíu starfsmönnum og kennurum við skólann. Þar sé fyrrnefndur pistill Páls fordæmdur. „Ég skil starfsmenn á þann hátt að þeir vilji leggja áherslu á að þeir eru ósammála bloggskrifum Páls og vilja ekki að skólinn sé dæmdur af þeim skrifum. Aðrir starfsmenn skólans fordæma þessi skrif,“ segir Kristinn. Skólinn hafi lagt áherslu á frjálslyndi, vilji vera staður fyrir alla nemendur og starfsfólki finnist þetta ekki í takti við þau gildi. Óheppilegt fyrir skólann en virða þurfi tjáningarfrelsið „Ég legg áherslu á að skólinn er á allt öðrum stað en Páll í umræðu um trans fólk. Þetta er óheppilegt fyrir skólann,“ segir Kristinn. Á sama tíma viðurkennir hann fúslega rétt Páls til tjáningar, hann sé mjög ríkur og ekki standi til að takmarka hann. „Að sama skapi er mér fullfrjálst að segja að þetta sé óheppilegt fyrir skólann og valdi honum tjóni,“ segir Kristinn. Hann hafi rætt við Pál oftar en einu sinni, nú síðast um erindið frá starfsfólki. „Ég sagði honum að ég væri ósammála þessum skrifum. Þetta valdi okkur tjóni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég ræði við Pál og eflaust ekki það síðasta.“ Fjölbreytileikinn númer eitt Petrún Björg Jónsdóttir, kennari við FG, er hinsegin fulltrúi skólans og segist hafa verið ein þeirra sem stóð fyrir undirskriftarsöfnuninni. Henni hafi runnið blóðið til skyldunnar, sem starfsmaður skólans og femínisti. „Kannski til að halda á lofti aðalsmerki skólans sem hefur alltaf verið fjölbreytileiki án fordóma,“ segir Petrún Björg. Það sé erfitt að halda því merki á lofti þegar það logi alltaf eldur frá einum starfsmanni skólans. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ stendur fyrir fjölbreytileika að sögn skólastjóra og meirihluta kennara. Vísir/vilhelm Meirihluti kennara hafi skrifað undir. Hún hafi í raun ekki haft tíma til að elta þá alla uppi. „Við erum bara að láta skólameistarann vita að þetta snerti okkur. Sérstaklega gagnvart nemendum okkar. Sem hinsegin fulltrúi verð ég að taka afstöðu með þeim.“ Hún segist svo sem ekkert vita hvað fram fari í kennslustofum. „Vonandi allt annað en þetta.“ Nemendur verði varir við skrifin Hún segist vinna með ungu fólki af ólíkum kynjum í hinsegin félagi skólans. Þar séu krakkar með persónufornöfnin hann, hún og hán. Þau séu nokkuð mörg með kynhlutlausa persónufornafnið hán. Nemendurnir taki eftir og finni fyrir skrifum Páls. „Algjörlega, það er alveg á hreinu. Mér finnst það hafa verið óþægilegt undanfarið. Það er sama hvar þú talar um þennan skóla. Þetta er haft á orði.“ Það sé hennar upplifun að skrif Páls hafi svert ímynd skólans. Þá hafi skrifin haft slæm áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. En hvað gerist næst? „Við höfum ekkert að gera með framhaldið. Það þurfti bara að koma þessu á blað,“ segir Petrún. Kristinn skólastjóri talar á svipuðum nótum. Hans samtöl við Pál muni halda áfram.
Garðabær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hinsegin Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14 Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ Skólanefndarmaður telur ekki boðlegt að hann sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum vegna skrifa hans á netinu. 11. júní 2015 13:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14
Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ Skólanefndarmaður telur ekki boðlegt að hann sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum vegna skrifa hans á netinu. 11. júní 2015 13:15