Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:26 Sigurður Ingi Jóhannsson á samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa kallað Vigdísi „þá svörtu“ þegar sú hugmynd kviknaði að tekin yrði hópmynd þar sem haldið yrði á Vigdísi. Vísir/Hulda Margrét Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Fjallað var um málið um helgina og sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, algjört bull að ráðherrann hefði látið slík orð falla. Hann hefði sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ segir Vigdís. Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig við færslu Vigdísar og sýna henni stuðning. „Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannarlega ert lúffir ekki fyrir gaslýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikilvægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Hlýjar kveðjur til þín kæra Vigdís,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt að þú segir söguna eins og hún er. Miður mín að heyra af þessu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Vigdísi hjarta. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra eða Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann hennar í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnum. Má telja líklegt að málið beri á góma á þinginu í dag. Uppfært klukkan 15:11 Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Fjallað var um málið um helgina og sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, algjört bull að ráðherrann hefði látið slík orð falla. Hann hefði sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ segir Vigdís. Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig við færslu Vigdísar og sýna henni stuðning. „Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannarlega ert lúffir ekki fyrir gaslýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikilvægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Hlýjar kveðjur til þín kæra Vigdís,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt að þú segir söguna eins og hún er. Miður mín að heyra af þessu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Vigdísi hjarta. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra eða Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann hennar í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnum. Má telja líklegt að málið beri á góma á þinginu í dag. Uppfært klukkan 15:11 Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á orðum sínum.
Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55