#Ég styð ljósmæður Sigurður Guðjónsson skrifar 3. apríl 2022 21:30 Fyrir nokkrum misserum fylktu landsmenn sér á bak við ljósmæður undir myllumerkinu #Ég styð ljósmæður. Fólk taldi með réttu að þessi mikilvæga stétt sem vinnur myrkranna á milli alla daga ársins ætti skilið betri kjör og starfsaðstæður. Konur kepptust við að deila jákvæðri upplifun sinni og þakklæti til ljósmæðra á samfélagsmiðlum. Þetta var stéttinni mikill stuðningur og hvatning að helga sig áfram starfinu. Í vikunni sem leið beindu rannsóknarblaðamenn RÚV hins vegar spjótum sínum að þessari göfugu starfstétt og grófu um leið eins og hendi væri veifað undan trausti á fæðingarþjónustu í landinu. Ljósmæðrum og fæðingarlæknum var kastað undir rútuna og störf þeirra gerð tortryggileg á einkar ósmekklegan hátt. Gefið var í skyn að ekki væri hlustað á fæðandi konur, þær illa upplýstar og jafnvel beittar óþarfa harðræði. Umfjöllun Kveiks er byggð á frásögn Bergþóru Birnudóttur af hræðilegum afleiðingum erfiðrar fæðingar. Bergþóra átelur samskipti sín við ljósmæður í fæðingu og að mistök hafi verið gerð í fæðingu barns síns og er ósátt við málsmeðferð Landlæknisembættisins og hyggst fara áfram með málið fyrir dómstóla. Í umfjöllun Kveiks á þriðjudaginn og Kastljóss degi síðar dylst engum að blaðamenn hafa kveðið upp sinn dóm í málinu og öll umfjöllun er einhliða og ófagleg af hendi fréttamanns sem nánast krefst þess að yfirlæknir kvennadeildar játi meint mistök samstarfsmanna sinna í beinni útsendingu. Hvergi í umfjöllun rannsóknarblaðamannanna eru birt gögn um árangur þeirra u.þ.b. 4000 fæðinga sem eiga sér stað á Íslandi ár hvert eða gæðasamanburður gerður við önnur lönd í þeim efnum. RÚV fékk svo stuðning úr óvæntri átt þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, rifjaði upp erfiða fæðingarsögu sína fyrir meira en 10 árum síðan í Kastljósi. Lilja taldi að ekki hefði verið á hana hlustað í fæðingu sem hefði getað skaðað hana og barn hennar og þessi reynsla hafi legið þungt á henni allar götur síðan. Í kjölfarið hafa fjölmargar konur stigið fram og lýst erfiðri reynslu í samskiptum við fæðingarþjónustuna, hlutir hafi farið úrskeiðis, ekki hafi verið á þær hlustað og skort á upplýsingagjöf. Þetta eru að sönnu áhrifamiklar, sorglegar sögur sem snerta við almenningi og oft má hugsa sér að ef eitthvað hefði verið gert öðru vísi þá hefði útkoman getað orðið önnur og betri. Í kjölfarið hljómar í bergmálshelli fjöl- og samfélagsmiðla sem og frá ráðherra heilbrigðismála: „Við þurfum að hlusta betur á fæðandi konur og bæta samskiptin“. Þetta eru markmið sem allir geta sammælst um en eftir stendur að á sama tíma er á einhvern hátt verið hirta ljósmæður og fæðingarlækna á opinberum vettvangi með umfjölluninni. Ráðherra í ríkisstjórn, sem sjálf telur sig hafa verið órétti beitta, mundar vöndinn. Lítið er gert úr margra ár námi og reynslu fagstétta. Túlka má óminn í bergmálshellinum þannig að fagfólki sé hollast að breyta út frá gagnreyndum verkferlum sínum ef sjúklingur upplifir að eitthvað sé ekki eins og það á að vera: „Vegna þess að kona þekkir líkama sinn betur en nokkur annar“. Starf ljósmæðra snýst að miklu leyti um að hlusta, þær sitja tímunum saman hjá fæðandi konum, veita þeim stuðning, hlýju og nærgætni. Hvergi í heilbrigðiskerfinu er eins mikil nánd og á milli ljósmóður og fæðandi konu. Fæðing er sjaldnast auðvelt verkefni fyrir konur að takast á við þrátt fyrir góðan undirbúning og fræðslu. Langoftast fer allt vel og hamingjusamir foreldrar útskrifast með heilbrigt barn, og það þrátt fyrir að margar konur upplifi á einhverjum tíma í ferlinu að þetta gangi ekki og þær séu við að gefast upp og oftar en ekki eru það styðjandi orð ljósmóður sem kemur konum í gegnum síðustu hríðirnar í erfiðum fæðingum. Ljósmæður og fæðingarlæknar eru fagstéttir. Margra ára nám þeirra og reynsla gerir þeim kleift að taka rétta ákvörðun um það hvenær rétt sé að grípa inn í eðlilega fæðingu og gera það á réttan hátt með sérhæfðri meðferð. Sú ákvörðun er oft tekin á örskotsstundu enda fáir staðir í heilbrigðiskerfinu þar sem bregðast þarf skjótar við til að bjarga lífi en í fæðingarþjónustu þar sem mínútur skipta raunverulega máli. Fjölmiðlar sem og almenningur verða að átta sig á því að hversu góð sem þjónustan er þá verður aldrei hægt að komast hjá því að hlutir fari öðru vísi en þeim er ætlað. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá alla hluti fyrir og stundum verður útkoman slæm, þrátt fyrir að allir geri sitt besta og öllum verkferlum sé fylgt. Ákvarðanir eru teknar út frá fyrirliggjandi upplýsingum og því miður er ekki er hægt að bakka klukkunni ef útkoman er ekki sú sem væntingar stóðu til. Fólk sem hefur tileinkað lífi sínu að hjálpa öðrum á ekki skilið þá útreið sem dunið hefur á þeim síðustu daga. Fólk sem fórnar jólum og áramótum frá börnum sínum, fólk sem þarf að vinna nætur og helgar, fólk sem þarf að aðlaga sumarfrí sitt að þörfum samfélagsins, fólk sem aldrei getur unnið heimanfrá heldur þarf að vera á staðnum óháð veðri og farsóttum, fólk sem vinnur undir ómanneskjulegu álagi, fólk sem vinnuveitandi hefur ekki efni á að veita kjör í samræmi við menntun og mikilvægi. Þetta fólk sættir sig við ýmsa vankanta við starfið vegna þess hversu gefandi er að upplifa að starf manns geri raunverulegt gagn. Hætt er við að fólk í fæðingarþjónustu endurskoði grundvöll starfsvals síns í ljósi atlögu fjölmiðla í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa dagskrárvald og í þessu tilviki tel ég að RÚV hafi valdið skaða með umfjöllun sinni. Traust er mikilvægt í heilbrigðisþjónustu. RÚV hefur rýrt traust verðandi foreldra á fæðingarþjónustunni með óábyrgri og einhliða umfjöllun. Ljósmæður og fæðingarlæknar eru í sárum eftir umfjöllunina og eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér eins og óvægin umræðuhefð samfélagsmiðlana er orðin. Ef RÚV vill raunverulega láta gott að sér leiða og bæta þjónustu við fæðandi konur ætti stofnunin heldur að beina Kastljósinu að langvarandi vanfjármögnun og undirmönnun heilbrigðisstétta vegna lélegra kjara og starfsumhverfis. Í þeirri umræðu er óskandi að menningarmálaráðherra láti til sín taka. #Ég styð ljósmæður Höfundur er þvagfæraskurðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisútvarpið Kvenheilsa Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum misserum fylktu landsmenn sér á bak við ljósmæður undir myllumerkinu #Ég styð ljósmæður. Fólk taldi með réttu að þessi mikilvæga stétt sem vinnur myrkranna á milli alla daga ársins ætti skilið betri kjör og starfsaðstæður. Konur kepptust við að deila jákvæðri upplifun sinni og þakklæti til ljósmæðra á samfélagsmiðlum. Þetta var stéttinni mikill stuðningur og hvatning að helga sig áfram starfinu. Í vikunni sem leið beindu rannsóknarblaðamenn RÚV hins vegar spjótum sínum að þessari göfugu starfstétt og grófu um leið eins og hendi væri veifað undan trausti á fæðingarþjónustu í landinu. Ljósmæðrum og fæðingarlæknum var kastað undir rútuna og störf þeirra gerð tortryggileg á einkar ósmekklegan hátt. Gefið var í skyn að ekki væri hlustað á fæðandi konur, þær illa upplýstar og jafnvel beittar óþarfa harðræði. Umfjöllun Kveiks er byggð á frásögn Bergþóru Birnudóttur af hræðilegum afleiðingum erfiðrar fæðingar. Bergþóra átelur samskipti sín við ljósmæður í fæðingu og að mistök hafi verið gerð í fæðingu barns síns og er ósátt við málsmeðferð Landlæknisembættisins og hyggst fara áfram með málið fyrir dómstóla. Í umfjöllun Kveiks á þriðjudaginn og Kastljóss degi síðar dylst engum að blaðamenn hafa kveðið upp sinn dóm í málinu og öll umfjöllun er einhliða og ófagleg af hendi fréttamanns sem nánast krefst þess að yfirlæknir kvennadeildar játi meint mistök samstarfsmanna sinna í beinni útsendingu. Hvergi í umfjöllun rannsóknarblaðamannanna eru birt gögn um árangur þeirra u.þ.b. 4000 fæðinga sem eiga sér stað á Íslandi ár hvert eða gæðasamanburður gerður við önnur lönd í þeim efnum. RÚV fékk svo stuðning úr óvæntri átt þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, rifjaði upp erfiða fæðingarsögu sína fyrir meira en 10 árum síðan í Kastljósi. Lilja taldi að ekki hefði verið á hana hlustað í fæðingu sem hefði getað skaðað hana og barn hennar og þessi reynsla hafi legið þungt á henni allar götur síðan. Í kjölfarið hafa fjölmargar konur stigið fram og lýst erfiðri reynslu í samskiptum við fæðingarþjónustuna, hlutir hafi farið úrskeiðis, ekki hafi verið á þær hlustað og skort á upplýsingagjöf. Þetta eru að sönnu áhrifamiklar, sorglegar sögur sem snerta við almenningi og oft má hugsa sér að ef eitthvað hefði verið gert öðru vísi þá hefði útkoman getað orðið önnur og betri. Í kjölfarið hljómar í bergmálshelli fjöl- og samfélagsmiðla sem og frá ráðherra heilbrigðismála: „Við þurfum að hlusta betur á fæðandi konur og bæta samskiptin“. Þetta eru markmið sem allir geta sammælst um en eftir stendur að á sama tíma er á einhvern hátt verið hirta ljósmæður og fæðingarlækna á opinberum vettvangi með umfjölluninni. Ráðherra í ríkisstjórn, sem sjálf telur sig hafa verið órétti beitta, mundar vöndinn. Lítið er gert úr margra ár námi og reynslu fagstétta. Túlka má óminn í bergmálshellinum þannig að fagfólki sé hollast að breyta út frá gagnreyndum verkferlum sínum ef sjúklingur upplifir að eitthvað sé ekki eins og það á að vera: „Vegna þess að kona þekkir líkama sinn betur en nokkur annar“. Starf ljósmæðra snýst að miklu leyti um að hlusta, þær sitja tímunum saman hjá fæðandi konum, veita þeim stuðning, hlýju og nærgætni. Hvergi í heilbrigðiskerfinu er eins mikil nánd og á milli ljósmóður og fæðandi konu. Fæðing er sjaldnast auðvelt verkefni fyrir konur að takast á við þrátt fyrir góðan undirbúning og fræðslu. Langoftast fer allt vel og hamingjusamir foreldrar útskrifast með heilbrigt barn, og það þrátt fyrir að margar konur upplifi á einhverjum tíma í ferlinu að þetta gangi ekki og þær séu við að gefast upp og oftar en ekki eru það styðjandi orð ljósmóður sem kemur konum í gegnum síðustu hríðirnar í erfiðum fæðingum. Ljósmæður og fæðingarlæknar eru fagstéttir. Margra ára nám þeirra og reynsla gerir þeim kleift að taka rétta ákvörðun um það hvenær rétt sé að grípa inn í eðlilega fæðingu og gera það á réttan hátt með sérhæfðri meðferð. Sú ákvörðun er oft tekin á örskotsstundu enda fáir staðir í heilbrigðiskerfinu þar sem bregðast þarf skjótar við til að bjarga lífi en í fæðingarþjónustu þar sem mínútur skipta raunverulega máli. Fjölmiðlar sem og almenningur verða að átta sig á því að hversu góð sem þjónustan er þá verður aldrei hægt að komast hjá því að hlutir fari öðru vísi en þeim er ætlað. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá alla hluti fyrir og stundum verður útkoman slæm, þrátt fyrir að allir geri sitt besta og öllum verkferlum sé fylgt. Ákvarðanir eru teknar út frá fyrirliggjandi upplýsingum og því miður er ekki er hægt að bakka klukkunni ef útkoman er ekki sú sem væntingar stóðu til. Fólk sem hefur tileinkað lífi sínu að hjálpa öðrum á ekki skilið þá útreið sem dunið hefur á þeim síðustu daga. Fólk sem fórnar jólum og áramótum frá börnum sínum, fólk sem þarf að vinna nætur og helgar, fólk sem þarf að aðlaga sumarfrí sitt að þörfum samfélagsins, fólk sem aldrei getur unnið heimanfrá heldur þarf að vera á staðnum óháð veðri og farsóttum, fólk sem vinnur undir ómanneskjulegu álagi, fólk sem vinnuveitandi hefur ekki efni á að veita kjör í samræmi við menntun og mikilvægi. Þetta fólk sættir sig við ýmsa vankanta við starfið vegna þess hversu gefandi er að upplifa að starf manns geri raunverulegt gagn. Hætt er við að fólk í fæðingarþjónustu endurskoði grundvöll starfsvals síns í ljósi atlögu fjölmiðla í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa dagskrárvald og í þessu tilviki tel ég að RÚV hafi valdið skaða með umfjöllun sinni. Traust er mikilvægt í heilbrigðisþjónustu. RÚV hefur rýrt traust verðandi foreldra á fæðingarþjónustunni með óábyrgri og einhliða umfjöllun. Ljósmæður og fæðingarlæknar eru í sárum eftir umfjöllunina og eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér eins og óvægin umræðuhefð samfélagsmiðlana er orðin. Ef RÚV vill raunverulega láta gott að sér leiða og bæta þjónustu við fæðandi konur ætti stofnunin heldur að beina Kastljósinu að langvarandi vanfjármögnun og undirmönnun heilbrigðisstétta vegna lélegra kjara og starfsumhverfis. Í þeirri umræðu er óskandi að menningarmálaráðherra láti til sín taka. #Ég styð ljósmæður Höfundur er þvagfæraskurðlæknir.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar